F2 Hættustig – rauður boðað vegna flugvélar með dautt á hreyfli í Keflavík. Tveir menn lögðu af stað suður. Vélin lenti heilu og höldnu.
Forgangur: F2
Forgangur 2
11. Aðstoð
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna aðstoðar við lögreglu. Einn Kjalarmaður var í viðbragðsstöðu.
10. Óveður
F2 Útkall vegna foktjóns í Kjós þegar hvöss sunnanátt gekk yfir. Þrír Kjalarmenn aðstoðuðu heimamenn við að tryggja ástandið.
8. Leit
F2 Leit á höfuðborgarsvæðinu að konu með alzheimer sem saknað hafði verið frá deginum áður. Eitt fjórhjólateymi fór til leitar.
7. Slys
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna barns sem slasaðist eftir fall. Einn fór á vettvang.
3. Leit
F2 Leit að ungum þroskaskertum einstaklingi sem óttast var um, en fannst fljótlega eftir boðun. Eitt fjórhjólateymi fór til leitar.
1. Bílslys
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna umferðaróhapps á vesturlandsvegi við Blikdal. Einn fór á slysstað.
97. Leit
F2 Leit að einhverfum ungum manni í Kópavogi. Einn Kjalarmaður var farinn af stað í leit þegar viðkomandi fannst heill á húfi.
96. Veikindi
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í Grundarhverfi. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.
95. Leit
F2 Leit að örvingluðum manni í Breiðholti. Tvö fjórhjólateymi voru lögð af stað í bæinn rétt áður en maðurinn fannst.