F2 Útkall þegar bifreið lenti utanvegar á vesturlandsvegi við Grundarhverfi. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.
Forgangur: F2
Forgangur 2
6. Leit
F2 Leit á sjó að skipverja eftir bátsstrand við Engey. Kjölur jetskíði fór til leitar. Maðurinn fannst látinn.
5. Leit
F2 Leit að konu í Kópavogi sem óttast var um. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar ásamt öðrum björgunarsveitum.
4. Slys
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna barns sem slasaðist utandyra. Tveir fóru til aðstoðar.
83. Leit
F2 Leit að manni sem óttast var um við Elliðaárdal. Tvö fjórhjólateymi og einn göngumaður leituðu á svæðinu.
82. Leit
F2 Útkall vegna gruns um að lítil flugvél hefði brotlent við Skálafell. Tvö fjórhjólateymi, SHS og fleiri leituðu af sér allan grun á svæðinu.
81. Leit
F2 Leit að ungum manni á suðvestur horninu. Kjölur leitaði með tveimur fjórhjólum og einum jeppa á höfuðborgarsvæðinu fram eftir kvöldi.
80. Leit
F2 Útkall vegna leitar á höfuðborgarsvæðinu að unglingsstúlku sem óttast var um. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar.
79. Leit
F2 Útkall vegna leitar að manni í Reykjavík sem óttast var um. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar. Viðkomandi fannst heill á húfi skömmu síðar.
77. Óveður
F2 Útkall vegna mikils hvassviðris á höfuðborgarsvæðinu. Kjölur fór í fokverkefni við Hvalfjarðargöng og í Mosfellsbæ.