3. Slys

F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist við Kerhólakamb í Esju. Þrír menn mættu en þyrla LHG sótti viðkomandi.

1. Veikindi

F2 Útkall vegna veikinda í heimahúsi á Kjalarnesi. Tveir menn fóru ásamt öðrum viðbragðsaðilum á vettvang.

86. Óveður

F2 Útkall vegna fokverkefna í Kjós og Mosfellsbæ. Báðir bílarnir með alls fimm manns voru starfandi í norðanbálinu.

85. Veikindi

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í heimahúsi á Kjalarnesi. Tveir fóru á vettvang.

84. Árekstur

F2 Útkall vegna áreksturs tveggja bíla í Hvalfjarðargöngum. Einn Kjalarmaður fór á slysstað.

83. Aðstoð

F2 Útkall vegna ljósagangs í Esjunni. Ótti um göngumann reyndist ástæðulaus. Þrír mættu til leitar með tvö fjórhjól og jeppa.

82. Veikindi

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í Grundarhverfi. Einn maður fór á vettvang.

81. Veikindi

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

79. Leit

F2 Útkall vegna leitar að manneskju sem óttast var um, í grennd við Esjuna. Sex Kjalarmenn fóru til leitar á báðum bílunum.

78. Leit

F2 Útkall vegna göngumanns sem villtist á Bláfjallasvæðinu. Tvö fjórhjólateymi voru tilbúin til leitar þegar maðurinn fannst heill á húfi.