F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í Kjós. Tveir menn fóru á staðinn.
Forgangur: F2
Forgangur 2
65. Leit
F2 Útkall vegna leitar að þroskaskertum pilti á höfuðborgarsvæðinu. Eitt fjórhjólateymi fór til leitar.
64. Leit
F2 Leit að manni í Þjórsárdal. Tveir menn voru lagðir af stað til leitar á Kjöl 2, þegar viðkomandi fannst.
63. Sjálfhelda
F2 Útkall vegna göngumanns í sjálfheldu efst á Þverfellshorninu í Esjunni. Tvö fjórhjólateymi frá Kili fóru í útkallið.
61. KEF – hættustig
F2 Útkall vegna farþegavélar með vélatruflanir. Einn maður var á leið í útkallið þegar vélin lenti heilu og höldnu.
60. Leit
F2 Útkall vegna framhalds leitar við Esjumela og Köldukvísl. Fimm Kjalarmenn leituðu á fæti og fjórhjólum. Leit bar ekki árangur.
59. Leit
F2 Útkall vegna leitar að manni á Esjumelasvæðinu. Fjórir Kjalarmenn fóru til leitar á tveimur bílum. Leit bar ekki árangur.
58. Slys
F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna slyss í heimahúsi í Grundarhverfi. Fjórir Kjalarmenn fóru á staðinn.
57. Leit
F2 Útkall vegna manns sem óttast var um við Elliðaárnar. Fjórir Kjalarmenn fóru til leitar á fjór- og reiðhjólum.
55. Veikindi
F2 Útkall vegna skyndilegra veikinda í heimahúsi í Kjós. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.