40. Bruni

F2 Útkall vegna einstaklings sem brenndist í heitum potti við sumarhús í Kjós. Tveir fóru á vettvang.

39. Sinueldur

F2 Útkall til aðstoðar slökkviliði Kjalarness vegna sinuelda í Kjós. Báðir bílarnir fóru á vettvang með mannskap og dælukerru.

38. Sjóbjörgun

F2 Tveir örmagna kajakræðarar í sjálfheldu við Álfsnes. Tvö jetskíði fóru og sóttu fólkið og kajakana yfir fjörðinn.

37. Leit

F2 Leit að barni sem varð viðskila við foreldra við Hreðavatn. Fjórir Kjalarmenn ásamt hundi fóru til leitar.

36. Veikindi

F2 Útkall vegna veikinda í sumarhúsahverfi í Kjós. Tveir menn fóru á staðinn ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

34. Veikindi

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna andlegra veikinda í grennd við Grundarhverfi. Þrír menn mættu.

33. Leit

F2 Leit að alzheimer sjúklingi í Reykjavík. Þrjú hjólateymi fóru til leitar strax í kjölfar annarar leitar.

32. Leit

F2 Leit að unglingspilti á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú fjór- og reiðhjólateymi voru lögð af stað þegar viðkomandi fannst.

31. Leit

F2 Leit við Álftanes. Sex Kjalarmenn, göngumenn og jetskíði með áhöfn leituðu í tvo daga. Leit bar ekki árangur.

27. Árekstur

F2 Útkall vegna áreksturs á vesturlandsvegi. Hríð og blinda var á veginum. Tveir menn mættu.