53. Slys í Esju

F2 Göngumaður slasaðist á fæti á neðan við Þverfellshorn. Einn Kjalarmaður fór á vettvang ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

52. Leit

F2 Tveir menn athuguðu hvort göngumenn væru í hættu, eftir að sást til ljósagangs utan alfaraleiða í Esju. Svo reyndist ekki.

51. Fæðing

F2 Útkall vegna yfirvofandi fæðingar í heimahúsi á Kjalarnesinu. Tveir Kjalarmenn keyrðu viðkomandi til móts við sjúkrabíl.

49. Sjálfhelda

F2 Barn í sjálfheldu í klettum ofan við Skrauthóla í Esju. Fimm Kjalarmenn fóru í útkallið ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

48. Leit

F2 Leit á landi og sjó við Grafarvog. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út. Eitt fjórhjólateymi fór frá Kjalarnesi.

47. Leit

F2 Leit að ungum pilti í Breiðholti. Einn Kjalarmaður fór til leitar. Viðkomandi fannst heill á húfi stuttu síðar.

45. Slys

F2 Fjórhjólaslys á Leggjabrjót sem í fyrstu var talið vera við Botnsdal. Tveir menn lögðu af stað en voru afturkallaðir er staðsetning breyttist.

44. Leit

F2 Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til leitar við Elliðavog í Reykjavík. Tveir Kjalarmenn leituðu á fjórhjólum.

43. Hættustig KEF

F2 Hættustig á Keflavíkurflugvelli vegna farþega flugvélar í vanda. Þrír Kjalarmenn voru að leggja af stað þegar afturkallað.

41. Hjólaslys

F2 Útkall vegna slyss utan alfarleiðar á Kili. Tveir Kjalarmenn á leið á hálendisvakt með fjórhjólin brugðust við og héldu á Kjöl.