28. Blæðing

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna blæðingar í heimahús. Einn maður fór á vettvang.

27. Eldur í bíl

F2 Útkall vegna slyss á fólki og elds í bíl við vesturlandsveg. Einn Kjalarmaður fór á vettvang, áður en slökkvilið kom á staðinn.

26. Veikindi

F2 Útkall vegna veikinda og öndunarerfiðleika hjá ungu barni á Kjalarnesi. Tveir menn fóru á staðinn á Kjöl 2.

25. Veikindi

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í grennd við Tíðaskarð. Tveir menn fóru á vettvang.

22. Leit

F2 Leit að heilabiluðum manni í Reykjavík. Þrír Kjalarmenn voru á leið í bæinn með fjórhjól þegar maðurinn fannst heill á húfi.

21. Brjóstverkur

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda á Kjalarnesi. Tveir menn fóru á staðinn.

20. Yfirlið í Esju

F2 Útkall vegna yfirliðs göngumanns við Þverfellshorn í Esju. Kjölur sendi eitt fjórhjól í fjallið til aðstoðar öðrum björgum.

16. Árekstur

F2 Útkall vegna harðrar aftanákeyrslu á Hvalfjarðarvegi. Þrír Kjalarmenn fóru á vettvang. Lítil slys urðu á fólki.

15. Leit við Ölfusá

F2 Þrír menn fóru til leitar við Ölfusárbrú. Slæmt veður var á svæðinu og einnig var farið í eitt óveðursverkefni í Hveragerði.

14. Brjóstverkur

F2 Útkall vegna einstaklings með brjóstverk við Olís á Kjalarnesi. Tveir kjalarmenn fóru á vettvang.