12. Vegalokun

F3 Lokun vesturlandsvegar við Grundarhverfi vegna veðurs. Gul viðvörun vegna hríðarveðurs. Lokun stóð í um 22 klst.

10. Vegalokun

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnesi vegna appelsínugulrar/rauðrar veðurviðvörunar. Vegurinn var lokaður í um 6 klst.

9. Eftirleit

F3 Leit að þeim sem voru í flugvélinni sem fórst á Þingvallavatni. Fjórir fóru til eftirleitar á og við vatnið með tvö jetskíði.

3. Verðmætabjörgun

F3 Björgun á verðmætum, þegar flutningabíll valt með fullfermi af ísuðum fiski. Fimm manns unnu með öðrum langt fram á nótt.

2. Óveður

F3 Kröpp lægð á höfuðborgarsvæðinu. Þrír menn fóru í fokverkefni í Mosfellsbæ, þrír aðrir Kjalarmenn voru í viðbragðsstöðu í bækistöð.

1. Óveður

F3 Útkall vegna fokverkefna á Kjalarnesinu í NA fárviðri. Alls komu fimm menn að í tveimur hópum.

2021

Kjölur fór í alls 84 útköll á árinu að gosvöktum og -útköllum meðtöldum. Útköll vegna veikinda og slysa á Kjalarnesi og í Kjós voru 42.

84. Sinueldar

F3 Útkall til aðstoðar slökkviliðinu vegna sinuelda sem loguðu víða um borgina. Þrír Kjalarmenn voru að fram eftir nýársnótt.

78. Ófærð

F3 Útkall vegna bíla í vandræðum í hálku og snjókomu á Mosfellsheiði. Kjölur sendi mannskap og bíl til aðstoðar.

72. Gosvakt

F4 Gæsla vegna gossins í Geldingadölum. Tveir félagar stóðu síðastu vakt björgunarsveita en engin virkni hefur verið í 4 vikur.