F4 Gæsla á gossvæðinu við Geldingadal. Fjórir félagar stóðu kvöldvaktina og fylgdust með gasmælingum, gestum og hraunrennsli.
Hættustig: H4
Hættustig 3
32. Gosgæsla
F4 Gæsla á gossvæðinu við Geldingadali. Fimm Kjalarmenn sinntu kvöldvakt og fylgdust með hraunrennsli og gestum í góðu veðri.
29. Gosvakt
F3 Gosvakt við Geldingadali. Kvöld og næturvakt með fjórum mönnum. Sinna þurfti tveimur fótbrotum auk gasmælingar og gæslu.
21. Gosgæsla
F3 Gæsla við eldgosið í Geldingadölum. Tvö fjórhjólateymi stóðu síðdegis- og kvöldvakt ásamt öðrum viðbragðsaðilum.
14. Lokun
F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes, sem stóð í 13 klst. Mikil veðurhæð var á svæðinu og blint. Fjórir menn og tveir bílar mættu.
10. Aðstoð
F3 Útkall til aðstoðar lögreglu vegna göngumanns hugsanlega í vanda í Hvalfirði. Þrír menn voru farnir af stað þegar afturköllun barst.
75. Leit
F3 Útkall vegna göngumanns sem villtist norðan við Hafravatn. Tvö fjórhjólateymi frá Kili fóru til leitar.
70. Foktjón
F3 Útkall vegna foktjóns í Klébergsskóla. Tveir menn voru á leið á staðinn, þegar aðstoð var afturkölluð.
69. Óveður
F3 Útkall vegna bíls sem tjónaðist í vindhviðum við Móaberg á vesturlandsvegi. Þrír Kjalarmenn fóru á staðinn.
66. Lokun
F3 Útkall vegna sjávarágangs sunnan við Grundarhverfi. Loka þurfti vesturlandsvegi með þremur bílum meðan hreinsun fór fram.