Kjölur fór í alls 84 útköll á árinu að gosvöktum og -útköllum meðtöldum. Útköll vegna veikinda og slysa á Kjalarnesi og í Kjós voru 42.
Hættustig: H4
Hættustig 3
84. Sinueldar
F3 Útkall til aðstoðar slökkviliðinu vegna sinuelda sem loguðu víða um borgina. Þrír Kjalarmenn voru að fram eftir nýársnótt.
78. Ófærð
F3 Útkall vegna bíla í vandræðum í hálku og snjókomu á Mosfellsheiði. Kjölur sendi mannskap og bíl til aðstoðar.
72. Gosvakt
F4 Gæsla vegna gossins í Geldingadölum. Tveir félagar stóðu síðastu vakt björgunarsveita en engin virkni hefur verið í 4 vikur.
70. Gosvakt
F4 Gæsla á gossvæðinu við Fagradalsfjall. Lítil virkni var í gígnum en tveir Kjalarmenn voru á kvöldvakt.
61. Gosvakt
F4 Gosvakt við Geldingardali. Tveir Kjalarmenn voru ásamt öðrum á kvöldvakt vegna lokunar á leið A.
50. Gosvakt
F4 Gæsla á gossvæðinu við Geldingardal. Tveir félagar stóðu dagvakt og fóru m.a. í eina leit af villtum ferðamanni.
45. Gosvakt
F4 Gæsla á gossvæðinu við Geldingardal. Tveir félagar stóðu dagvakt í Nátthaga og Merardölum.
39. Slys
F3 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist við Þverfellshorn. Einn Kjalarmaður á fjórhjóli fór í flutning.
36. Leit
F3 Aðstoð við lögreglu höfuðborgarsvæðisins vegna vísbendingaleitar við Elliðaá. Einn félagi fór til leitar.