97. Leit

F2 Leit að einhverfum ungum manni í Kópavogi. Einn Kjalarmaður var farinn af stað í leit þegar viðkomandi fannst heill á húfi.

96. Veikindi

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í Grundarhverfi. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

95. Leit

F2 Leit að örvingluðum manni í Breiðholti. Tvö fjórhjólateymi voru lögð af stað í bæinn rétt áður en maðurinn fannst.

94. Veikindi

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í dreifbýli á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.

93. Leit

F2 Leit að þroskaskertu barni í Hafnarfirði. Tveir félagar voru lagðir af stað þegar viðkomandi fannst heill á húfi.

92. Árás

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna líkamsárásar. Tveir menn fóru á vettvang.

91. Bílvelta

F2 Útkall vegna sendibíls sem fór út af vesturlandsvegi og valt í óveðri. Tveir menn fóru á vettvang.

85. Flugatvik

F2 Hættustig rauður þegar Air Bus flugvél sendi út neyðarkall eftir flugtak frá Keflavík. Þrír menn lögðu af stað þegar lækkað í óvissustig.

84. Bílvelta

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bílveltu í Kollafjarðarbotni. Einn fór á slysstað.

82. Leit

F2 Leit að unglingsstúlku í Garðabæ. Fjórir menn á fjórhjóli og jeppa voru á leið í leit, þegar stúlkan fannst.