F3 Útkall vegna slæmrar akstursskilyrða á Kjalarnesi. Veginum var lokað um stund og ökumenn aðstoðaðir.
Forgangur: F3
Forgangur 3
61. Óveður
F3 Ófærð eftir mikla snjókomu á höfuðborgarsvæðinu. Viðbragðsstaða Kjalarmanna í bækisstöð fram eftir degi.
56. Fastur bíll
F3 Útkall í æfingaferð sveitarinnar um Fjallabak, bíll fastur i Kirkjufellsós. Bíllinn losaður og fjölskyldunni komið í skjól í Landmannalaugar.
46. Aðstoð
F3 Útkall vegna göngumanns sem örmagnaðist við Þríhnjúkagíg. Eitt fjórhjólateymi fór og sótti viðkomandi.
34. Aðstoð á sjó
F3 Útkall vegna hvalhræs sem þurfti að draga úr fjöru á Kjalarnesi. Fimm manns komu að, jetskíði og jeppi.
33. Leit
F3 Framhaldsleit að göngumanni í Esjunni. Einn Kjalarmaður var við leit og fleiri á leiðinni, þegar viðkomandi fannst.
30. Eftirleit
F3 Framhaldsleit að sjósundsmanni við Granda. Tvö jetskíði fóru til leitar. Maðurinn fannst látinn eftir skamma leit.
24. Leit
F3 Eftirleit að manni sem saknað hefur verið síðan í mars. Eitt jetskíði leitaði fjörur við Geldinganes og norðanvert Reykjavík.
21. Leit
F3 Eftirleit á fjörum við Gufunes og Geldinganes. Tvö jetskíði fóru til leitar ásamt einum göngumanni.
14. Lokun
F3 Lokun og umferðarstýring á vesturlandsvegi vegna brims og grjótkasts yfir veginn. Tveir menn á tveimur jeppum stóðu vaktina á háflóði.