5. Lokun

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna veðurs. Gul og appelsínugul veðurviðvörun var á svæðinu og lokun stóð í um 6 klst.

2. Ófærð

F3 Útkall vegna margra fasta bíla í snjó og hríð á Mosfellsheiði. Einn Kjalarbíll fór upp á heiðina ásamt öðrum björgunarsveitum.

2022

Kjölur tók þátt í 99 útköllum á árinu, að gosvöktum og veglokunum meðtöldum. Þar af voru 38 útköll vegna slysa og bráðaveikinda.

90. Lokun

F3 Lokanir á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna veðurs. Kjölur sinnti lokunarpósti við Grundarhverfi sem teygði sig yfir 34 klst lotu.

89. Ófærð

F3 Ófærð á Suðurnesjunum. Þrír menn fóru suður til þess að létta undir með björgunarsveitum á heimasvæði.

88. Veikindi

F3 Útkall vegna veikinda í Grundarhverfi. Viðkomandi var fluttur til móts við sjúkrabíl þar sem vesturlandsvegur var lokaður.

87. Fastir bílar

F3 Útkall vegna fastra bíla í Hvalfirði og á Kjalarnesi. Slæmt veður var á svæðinu með snjósöfnun og blindu. Tveir fóru í verkefnin.

86. Lokun

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna snjóa og blindu. Lokunarpóstur við Klébergsskóla í um 15 klst.

83. Eftirgrennslan

F3 Eftirgrennslan vegna ljósagangs á sjó í Kollafjarðarbotni. Einn aðili var lagður af stað þegar afturkallað – talið jólaskraut á stöpli.

77. Óveður

F3 Útkall vegna foktjóns á hlöðu í Kjós. Hvöss NA-átt var á svæðinu. Þrír Kjalarmenn fóru á staðinn og tryggðu ástand.