87. Fastir bílar

F3 Útkall vegna fastra bíla í Hvalfirði og á Kjalarnesi. Slæmt veður var á svæðinu með snjósöfnun og blindu. Tveir fóru í verkefnin.

86. Lokun

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna snjóa og blindu. Lokunarpóstur við Klébergsskóla í um 15 klst.

83. Eftirgrennslan

F3 Eftirgrennslan vegna ljósagangs á sjó í Kollafjarðarbotni. Einn aðili var lagður af stað þegar afturkallað – talið jólaskraut á stöpli.

77. Óveður

F3 Útkall vegna foktjóns á hlöðu í Kjós. Hvöss NA-átt var á svæðinu. Þrír Kjalarmenn fóru á staðinn og tryggðu ástand.

75. Eftirleit

F3 Framhaldsleit að manni sem saknað er úr Vogahverfinu. Fjórhjól og jetskíði leituðu með fjörum frá Elliðavogi út fyrir Geldinganes.

74. Leit

F3 Framhaldsleit að manni sem saknað var við Vogahverfi. Jetskíðin leituðu hluta af Elliðavogi og -ósa, alls þrír menn.

67. Vegalokun

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna veðurhæðar við Esjuberg. Vegurinn var lokaður í nær 7 klst en hjáleið um Kjósarskarð.

59. Veikindi

F3 Útkall á vegnum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í heimahúsi á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.

58. Gosvakt

F4 Einn Kjalarmaður á fjórhjóli var á gosvakt í Meradölum og sinnti fyrstu hjálp ásamt almennri aðstoð gesta.

56. Gosvakt

F4 Gosvakt í Meradölum. Fimm menn, jeppi og tvö fjórhjól voru á vakt um kvöldið og fram á nótt á gossvæðinu.