18. Veikindi

F3 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna skyndilegra veikinda í Kjós. Tveir fóru á vettvang.

15. Eftirleit

F3 Framhaldsleit að manni sem saknað er við Álftanes. Fimm göngumenn og tvö jetskíði fóru til leitar í fjörur við Bessastaðanes.

9. Óvissustig

F3 Viðbragðsstaða á vegum Vegagerðarinnar vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar. Veðrið gekk hratt yfir og ekki kom til lokunar.

6. Óveður

F3 Útkall vegna bíla sem voru í vandræðum vegna snjóa og blindu á Vesturlandsvegi. Vegurinn lokaðist um tíma.

5. Lokun

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna veðurs. Gul og appelsínugul veðurviðvörun var á svæðinu og lokun stóð í um 6 klst.

2. Ófærð

F3 Útkall vegna margra fasta bíla í snjó og hríð á Mosfellsheiði. Einn Kjalarbíll fór upp á heiðina ásamt öðrum björgunarsveitum.

2022

Kjölur tók þátt í 99 útköllum á árinu, að gosvöktum og veglokunum meðtöldum. Þar af voru 38 útköll vegna slysa og bráðaveikinda.

90. Lokun

F3 Lokanir á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna veðurs. Kjölur sinnti lokunarpósti við Grundarhverfi sem teygði sig yfir 34 klst lotu.

89. Ófærð

F3 Ófærð á Suðurnesjunum. Þrír menn fóru suður til þess að létta undir með björgunarsveitum á heimasvæði.

88. Veikindi

F3 Útkall vegna veikinda í Grundarhverfi. Viðkomandi var fluttur til móts við sjúkrabíl þar sem vesturlandsvegur var lokaður.