8. Eftirleit

F3 Framhaldsleit að ungum manni. Tveir menn á jetskíðum fóru til leitar um fjörur og sker við Granda og Gróttu.

5. Lokun

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna slæmrar færðar og blindu. Vegurinn var lokaður í nokkrar klukkustundir.

4. Gosvakt

F3 Gæsla og viðbragð vegna eldgossins í og við Grindavík. Þrír félagar og Kjölur 1 stóðu vaktina um kvöldið fram á nótt.

1. Hálka

F3 Útkall vegna hópferðabíla með 90 manns í sjálfheldu vegna hálku í Kjós. Kjölur 1 og 2 fóru á staðinn og aðstoðuðu við að ferja fólk.

2023

Kjölur tók þátt í 78 útköllum á árinu, að gosvöktum og veglokunum meðtöldum. Þar af voru 42 útköll vegna slysa og bráðaveikinda.

78. Ófærð

F3 Útkall vegna ófærðar og fastra bíla í Kjósarskarði. Kjölur 1 og þrír félagar fóru til aðstoðar.

76. Gæsla

F3 Eftirlit og aðstoð björgunarsveita í Grindavík. Tveir menn voru á vakt meðan bærinn var opinn fyrir íbúa.

73. Aðstoð

F3 Aðstoð vegna jarðhræringanna í Grindavík. Tveir menn aðstoðuðu íbúa við fylgd og verðmætabjörgun meðan það var heimilt.

72. Aðstoð

F3 Aðstoð við íbúa búsetta á hættusvæði í Grindavík. Tveir menn sinntu verðmætabjörgun og flutning íbúa.

64. Ófærð

F3 Útkall vegna ófærðar og fastra bíla á Hellisheiði og í Þrengslunum. Tveir menn fóru ásamt öðrum sveitum til aðstoðar á Kjöl 1.