10. Aðstoð

F3 Útkall til aðstoðar lögreglu vegna göngumanns hugsanlega í vanda í Hvalfirði. Þrír menn voru farnir af stað þegar afturköllun barst.

2020

Alls 86 útköll á árinu voru mönnuð. Þar af voru 42 útköll vettvangsliða vegna bráðaveikinda og slysa á Kjalarnesi og í Kjós.

75. Leit

F3 Útkall vegna göngumanns sem villtist norðan við Hafravatn. Tvö fjórhjólateymi frá Kili fóru til leitar.

70. Foktjón

F3 Útkall vegna foktjóns í Klébergsskóla. Tveir menn voru á leið á staðinn, þegar aðstoð var afturkölluð.

69. Óveður

F3 Útkall vegna bíls sem tjónaðist í vindhviðum við Móaberg á vesturlandsvegi. Þrír Kjalarmenn fóru á staðinn.

66. Lokun

F3 Útkall vegna sjávarágangs sunnan við Grundarhverfi. Loka þurfti vesturlandsvegi með þremur bílum meðan hreinsun fór fram.

30. Fastir bílar

F3 Fastir bílar vegna ófærðar í Grundarhverfi. Fólk var ferjað í skjól og bílar losaðir. Tveir menn mættu í útkallið.

29. Vegalokun

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna hríðarveðurs. Fjöldahjálparstöð í Klébergsskóla var opnuð fram á kvöld.

28. Vegalokun

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna slæms veðurs og umferðaróhapps. Tveir menn voru við lokunarpóst.

22. Útafkeyrsla

F3 Aðstoð vegna útafkeyrslu í óveðri á vesturlandsvegi ofan Grundarhverfis. Tveir menn sinntu verkefninu.