F3 Austan stormur á Kjalarnesinu. Tvær tilkynningar um foktjón á húsum í Grundarhverfi. Alls fimm manns sinntu verkefnunum.
Forgangur: F3
Forgangur 3
5. Vegalokun
F3 Lokun á Vesturlandsvegi um Kjalarnes í nokkrar klst vegna veðurhæðar og erfiðar færðar.
88. Óveðursaðstoð
F3 Óveðursaðstoð á Kjalarnesinu vegna foktjóns. Tveir Kjalarmenn voru að störfum auk Kyndils frá Mosfellsbæ.
86. Vegalokun
F3 Lokun á Vesturlandsvegi vegna hvassviðriðs og braks á veginum. Lokun stóð í um 20 klst og komu 5 Kjalarmenn að.
31. Vegalokun
F3 Lokun á Vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna veðurs. Hviður fóru yfir 50 m/sek við Skrauthóla og krap var á veginum. Fjölmargir vegir umhverfis höfuðborgarsvæðið voru einnig lokaðir og björgunarsveitir voru í viðbragðsstöðu. Sex menn voru við lokun á Kjöl 1 og 2.
28. Vegalokun
F3 Lokun vesturlandsvegar um Kjalarnes og seinna viðbragðsstaða vegna óvissustigs. Hvasst og blint var í töluverðan tíma. Á sama tíma voru aðrir vegir líka lokaðir bæði á vestur- og suðurlandi. Þrír sinntu lokunarpóstinum við Grundarhverfi á tveimur bílum.
26. Óveðursaðstoð
F3 Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til þegar Veðurstofan setti höfuðborgarsvæðið á appelsínugult stig. Talsverð snjókoma var og vestan stormur um tíma. Verkefni voru bæði vegna ófærðar og foktjóns. Kjölur 1 með tveimur mönnum fór í nokkur verkefni á Kjalarnesinu.
25. Vegalokun
F3 Vesturlandsvegur um Kjalarnes var settur á óvissustig og seinna lokaður vegna snjókomu og vinds. Fimm menn á Kjöl 1 og 2 sinntu verkefninu fyrir Vegagerðina og Rauða Krossin sem opnaði Klébergsskóla sem fjöldahjálparstöð.
23. Vegalokun
F3 Lokun vesturlandsvegar um Kjalarnes vegna slæms veðurs. Þrír menn á Kjöl 2 sinntu lokunarpóstinum, sem stóð í um 1,5 klst.
22. Ófærð
F3 Hríðarveður og loka þurfti vegum. Margir ökumenn festu sig. Kjölur 1 og 2, ásamt fjórum Kjalarmönnum, fóru í verkefni á Þingvelli og í Kjósarskarð. Aðgerðir stóðu langt fram á kvöld.