Kjölur tók þátt í 99 útköllum á árinu, að gosvöktum og veglokunum meðtöldum. Þar af voru 38 útköll vegna slysa og bráðaveikinda.
Forgangur: F3
Forgangur 3
90. Lokun
F3 Lokanir á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna veðurs. Kjölur sinnti lokunarpósti við Grundarhverfi sem teygði sig yfir 34 klst lotu.
89. Ófærð
F3 Ófærð á Suðurnesjunum. Þrír menn fóru suður til þess að létta undir með björgunarsveitum á heimasvæði.
88. Veikindi
F3 Útkall vegna veikinda í Grundarhverfi. Viðkomandi var fluttur til móts við sjúkrabíl þar sem vesturlandsvegur var lokaður.
87. Fastir bílar
F3 Útkall vegna fastra bíla í Hvalfirði og á Kjalarnesi. Slæmt veður var á svæðinu með snjósöfnun og blindu. Tveir fóru í verkefnin.
86. Lokun
F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna snjóa og blindu. Lokunarpóstur við Klébergsskóla í um 15 klst.
83. Eftirgrennslan
F3 Eftirgrennslan vegna ljósagangs á sjó í Kollafjarðarbotni. Einn aðili var lagður af stað þegar afturkallað – talið jólaskraut á stöpli.
77. Óveður
F3 Útkall vegna foktjóns á hlöðu í Kjós. Hvöss NA-átt var á svæðinu. Þrír Kjalarmenn fóru á staðinn og tryggðu ástand.
75. Eftirleit
F3 Framhaldsleit að manni sem saknað er úr Vogahverfinu. Fjórhjól og jetskíði leituðu með fjörum frá Elliðavogi út fyrir Geldinganes.
74. Leit
F3 Framhaldsleit að manni sem saknað var við Vogahverfi. Jetskíðin leituðu hluta af Elliðavogi og -ósa, alls þrír menn.