67. Vegalokun

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna veðurhæðar við Esjuberg. Vegurinn var lokaður í nær 7 klst en hjáleið um Kjósarskarð.

59. Veikindi

F3 Útkall á vegnum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í heimahúsi á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.

58. Gosvakt

F4 Einn Kjalarmaður á fjórhjóli var á gosvakt í Meradölum og sinnti fyrstu hjálp ásamt almennri aðstoð gesta.

56. Gosvakt

F4 Gosvakt í Meradölum. Fimm menn, jeppi og tvö fjórhjól voru á vakt um kvöldið og fram á nótt á gossvæðinu.

53. Gosvakt

F3 Gosvakt við Meradali. Eitt fjórhjólateymi var á næturvakt fram eftir morgni og aðstoðaði göngumenn.

50. Slys

F3 Útkall þegar göngumaður slasaðist á fæti í Botni Hvalfjarðar. Þrír Kjalarmenn fóru ásamt öðrum sveitum til aðstoðar.

30. Lokun

F3 Lokun vesturlandsvegar um Kjalarnes vegna veðurs og færðar. Vegurinn var lokaður tvisvar í stutta stund.

27. Útafakstur

F3 Útkall vegna þriggja ökutækja sem fóru útaf veginum í mikilli hálku og vindi í Kjós. Fólkið var selflutt til síns heima.

26. Ófærð

F3 Útkall vegna bíls sem festi sig í snjó á Kjósarskarðsvegi. Tveir menn fóru á staðinn á Kjöl 1 en bíllinn var þá laus og farinn.

25. Lokun

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna hríðarveðurs og veðurhæðar. Lokun stóð í rúmlega 5 klst.