F3 Útkall vegna tveggja bíla í vandræðum vegna snjóa á vesturlandsvegi. Festan leystist áður en Kjölur kom á staðinn.
Forgangur: F3
Forgangur 3
23. Eftirleit
F3 Framhaldsleit að manni sem saknað er við Kópavog. Fjórir leituðu strandlengjuna frá Fossvogi að Garðabæ m.a. á sæþotum.
22. Vegalokun
F3 Viðbragðsstaða og lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna veðurs og umferðaóhapps. Viðbragðspóstur stóð í rúma 6 klst.
21. Óveður
F3 Appelsínugul veðurviðvörun. Fastir bílar á Kjalarnesi og í Kjós og umferðaóhapp meðal verkefna. Mesta hviða 57 m/sek við Tíðaskarð.
18. Bílaaðstoð
F3 Aðstoð í Svínahrauni og Þrengslum vegna bíla sem höfðu verið yfirgefnir vegna ófærðar deginum áður. Mokstur og fólksflutningar.
17. Óveður
F3 Útkall vegna rauðrar veðurviðvörunar. Viðbragðsstaða og eitt fokverkefni leyst. Hviður fóru í 50 m/sek við Skrauthóla.
16. Vegalokun
F3 Lokun á vesturlandsvegi við Grundarhverfi í báðar áttir vegna veðurs – rauð veðurviðvörun. Lokun stóð í 6 klst.
15. Ófærð
F3 Ófærð á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar hvassviðris og skafrennings. Kjölur sinnti verkefnum á Kjalarnesi og í Kjós fram á nótt.
14. Vegalokun
F3 Lokun vesturlandsvegar um Kjalarnes vegna umferðaróhapps í slæmu veðri. Í kjölfarið var farið til/frá Esjumela með fylgdarakstur.
13. Ófærð
F3 Ófærðarverkefni af ýmsu tagi í um 8 klst meðan hríðarveður gekk yfir. Kjölur 1 sinnti verkefnum milli Tíðaskarðs og Mosfellsbæjar.