F3 Útkall vegna hvalhræs sem þurfti að draga úr fjöru á Kjalarnesi. Fimm manns komu að, jetskíði og jeppi.
Hættustig: H4
Hættustig 3
33. Leit
F3 Framhaldsleit að göngumanni í Esjunni. Einn Kjalarmaður var við leit og fleiri á leiðinni, þegar viðkomandi fannst.
30. Eftirleit
F3 Framhaldsleit að sjósundsmanni við Granda. Tvö jetskíði fóru til leitar. Maðurinn fannst látinn eftir skamma leit.
24. Leit
F3 Eftirleit að manni sem saknað hefur verið síðan í mars. Eitt jetskíði leitaði fjörur við Geldinganes og norðanvert Reykjavík.
21. Leit
F3 Eftirleit á fjörum við Gufunes og Geldinganes. Tvö jetskíði fóru til leitar ásamt einum göngumanni.
14. Lokun
F3 Lokun og umferðarstýring á vesturlandsvegi vegna brims og grjótkasts yfir veginn. Tveir menn á tveimur jeppum stóðu vaktina á háflóði.
7. Óveður
F3 Rauð veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Tveir hópar, alls 7 manns, voru til taks í Þórnýjarbúð. Engin verkefni komu þó inn.
2024
Kjölur tók þátt í 85 útköllum að meðtöldum gosvöktum og einni vegalokun. Þar af voru 52 útköll vegna slysa og bráðaveikinda.
84. Bílvelta
F3 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bílveltu í Kjós. Tveir menn fóru á slysstað.
77. Gosvakt
F3 Gosvakt vegna nóvember eldgoss í Sundhnúksgígaröðinni. Tveir menn stóðu vaktina á norðurhluta svæðisins.