78. Ófærð

F3 Útkall vegna ófærðar og fastra bíla í Kjósarskarði. Kjölur 1 og þrír félagar fóru til aðstoðar.

76. Gæsla

F3 Eftirlit og aðstoð björgunarsveita í Grindavík. Tveir menn voru á vakt meðan bærinn var opinn fyrir íbúa.

73. Aðstoð

F3 Aðstoð vegna jarðhræringanna í Grindavík. Tveir menn aðstoðuðu íbúa við fylgd og verðmætabjörgun meðan það var heimilt.

72. Aðstoð

F3 Aðstoð við íbúa búsetta á hættusvæði í Grindavík. Tveir menn sinntu verðmætabjörgun og flutning íbúa.

64. Ófærð

F3 Útkall vegna ófærðar og fastra bíla á Hellisheiði og í Þrengslunum. Tveir menn fóru ásamt öðrum sveitum til aðstoðar á Kjöl 1.

62. Fastur bíll

F3 Útkall vegna bíls í sjálfheldu utan slóða í Skálafelli. Þrír menn fóru af stað ásamt öðrum sveitum. Mikil vindur og hríð var á staðnum.

59. Slys

F3 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist á fæti neðan Þverfellshorns í Esjunni. Eitt fjórhjólateymi fór á staðinn.

49. Foktjón

F3 Útkall vegna þakplatna við einbýlishús sem fuku í staðbundnu NA hvassviðri á Kjalarnesi. Fjórir menn fóru á vettvang.

46. Aðstoð

F3 Útkall vegna göngumanna í vanda við Þverfellshorn. Tvö fjórhjólateymi tryggðu að fólkið kæmist niður heilu og höldnu.

41. Gosvakt

F4 Gosvakt við Litla Hrút. Fjögurra mann hópur var á vakt við gosstöðvarnar um kvöldið. Kjölur 1 og fjórhjól með í för.