24. Björgun

F2 Útkall vegna einstaklings með andleg veikindi. Alls tóku fimm félagar þátt, vettvangsliðar og sjótæki sveitarinnar.

23. Leit

F2 Leit að konu sem óttast var um á Seltjarnarnesi. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar. Konan fannst fljótlega heil á húfi.

22. Leit

F2 Leit að eldri konu með elliglöp sem hafði ekki skilað sér heim. Tvö fjórhjóla teymi fóru til leitar í Árbænum.

21. Leit

F2 Leit að unglingsstúlku sem óttast var um. Tveir Kjalarmenn fóru til leitar í Garðabæ. Stúlkan fannst fljótlega heil á húfi.

20. Sinubruni

F2 Útkall vegna sinubruna við Fólkvang á Kjalarnesi. Björgunarsveitin aðstoðaði slökkvilið Kjalarnes við flutning á búnað og mannskap.

17. Veikindi

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna skyndilegra veikinda í Kjós. Tveir menn fóru á vettvang.

16. Slys

F2 Útkall á vegum Slökkviðliðs höfuðborgarsvæðisins vegna manns sem fannst slasaður við Mógilsá. Tveir fóru á vettvang.

13. Leit

F2 Leit að manni sem óttast var um. Tveir göngumenn fóru til leitar við Álftanes ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

12. Hættustig

F2 Hættustig – rauður boðað vegna flugvélar með dautt á hreyfli í Keflavík. Tveir menn lögðu af stað suður. Vélin lenti heilu og höldnu.

11. Aðstoð

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna aðstoðar við lögreglu. Einn Kjalarmaður var í viðbragðsstöðu.