6. Leit í Reykjavík

F2 Leit að alzheimersjúklingi sem hvarf að heiman frá sér í Árbæjarhverfi. Björgunarsveitir á sv-horninu voru kallaðar út. Kjölur leitaði á tveimur fjórhjólum, þrír menn tóku þátt. Maðurinn fannst heill á húfi í miðbæ Reykjavíkur.

5. Óveður

F2 Slæm veðurspá fyrir höfuðborgarsvæðinu. Björgunarsveitir voru í viðbragðsstöðu og nokkurt foktjón varð í Hafnarfirði, Garðabæ, Kópavogi og Árbæ. Tveir Kjalarmenn voru til taks í Grafarvogi á Kjöl 1.

4. Slys

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna hálkuslyss í Grundarhverfi. Tveir menn fóru á vettvang á Kjöl 2.

3. Bílvelta

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna bílveltu á Vesturlandsvegi sunnan við Hvalfjarðargöng. Þrír menn fóru á slysstað á Kjöl 2.

1. Flugeldaslys

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna ungmenna sem slösuðust við notkun flugelda í grennd við Móskarðahnjúka. Fjórir Kjalarmennn fóru á vettvang á Kjöl 1 og aðstoðuðu sjúkraflutningamenn.