7. Óveður

F3 Rauð veðurviðvörun á höfuðborgarsvæðinu. Tveir hópar, alls 7 manns, voru til taks í Þórnýjarbúð. Engin verkefni komu þó inn.

2024

Kjölur tók þátt í 85 útköllum að meðtöldum gosvöktum og einni vegalokun. Þar af voru 52 útköll vegna slysa og bráðaveikinda.

84. Bílvelta

F3 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bílveltu í Kjós. Tveir menn fóru á slysstað.

77. Gosvakt

F3 Gosvakt vegna nóvember eldgoss í Sundhnúksgígaröðinni. Tveir menn stóðu vaktina á norðurhluta svæðisins.

55. Gosvakt

F3 Vakt vegna eldgossins. Tveir menn og Kjölur 1 á síðdegis- og kvöldvakt vegna umferðar við Grindavíkurveg.

45. Leit

F3 Leit að einstaklingi sem talið var að hefði farið í sjóinn við Örfirisey. Eitt jetskíði mætti til leitar ásamt öðrum björgum.

37. Björgun

F3 Útkall vegna hunds í sjálfheldu í Meðalfelli í Kjós. Þrír fóru á staðinn og aðstoðuðu hundinn og sem komst nokkuð heill frá hremmingunum.

35. Gosvakt

F3 Fimmta eldgosið í Sundhnúksgígaröðinni. Kjölur 2 og tveir menn voru á vakt í Grindavík og nágrenni.

21. Gosvakt

F3 Eldgos í Sundshnúksgígaröðinni. Kjölur 2 og tveir menn voru við gæslu og önnur störf í Grindavík og nágrenni.

20. Gosvakt

F3 Eldgos í Sundhnúksgígaröðinni. Kjölur 2 ásamt einum manni voru við gæslu og önnur störf í Grindavík og nágrenni.