F3 Leit að manni frá Selfossi, sem hafði verið saknað í nokkra daga. Leitað hafði verið fimmtudag og föstudag án árangurs og voru sveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar til á laugardeginum. Leitað var með drónum, þyrlu LHG, bátum,hundum og göngumönnum, án árangurs. Kjölur 1 fór austur til leitar með tveimur mönnum og leitarhund.