21. Vegalokun

F3 Lokun vesturlandsvegar um Kjalarnes vegna slæms veðurs. Nokkrir bílar fóru út af eða festu sig vegna blindu, hálku og skafla myndunar. Lokun stóð frameftir nóttu og var Klébergsskóli opnaður fyrir vegfarendur.Þrír menn á tveimur bílum sinntu lokunarpósti og öðrum ófærðarverkefnum á svæðinu.

14. Foktjón á Kjalarnesi

F3 Rúða í einbýlishúsi á Kjalarnesi brotnaði í hvassviðri. Þrír menn fóru á staðinn á Kjöl 2 og negldu fyrir.

13. Óveður á Sandskeiði

F3 Fjöldi ökumanna lenti í vandræðum á suðurlandsvegi við Sandskeið þegar lægð með hvassviðri og snjókomu gekk yfir.Veginum um Þrengsli og Hellisheiði hafði verið lokað fyrr umkvöldið. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu auk sveita fyrir austan fjall fóru til aðstoðar, losuðu bíla og fylgdu fólki til byggða. Kjölur 1 var á staðnum ásamt tveimur mönnum.Vegurinn var lokaður til um hádegis daginn eftir.

12. Leit við Selfoss

F3 Leit að manni frá Selfossi, sem hafði verið saknað í nokkra daga. Leitað hafði verið fimmtudag og föstudag án árangurs og voru sveitir á höfuðborgarsvæðinu kallaðar til á laugardeginum. Leitað var með drónum, þyrlu LHG, bátum,hundum og göngumönnum, án árangurs. Kjölur 1 fór austur til leitar með tveimur mönnum og leitarhund.

11. Tengivagn fýkur

F3 Tengivagn með 40 feta gám fauk á hliðina á vesturlandsvegi rétt sunnan við Grundarhverfi. Engin slys urðu á fólki en vagninn teppti aðra akreinina. Kjölur 1 og 2 með tveimur mönnum héldu vakt á slysstað alla nóttina uns veður gekk niður og hægt var að hífa vagninn upp.

8. Ófærð

F3 Skafrenningur á Mosfellsheiði. Margir bílar sátu fastir. Tveir Kjalarmenn á Kjöl 1 voru við vinnu ásamt öðrum sveitum langt fram á kvöld.