• Vegalokun vesturlandsvegar

Facebook Kjölur

Myndasíða Kjölur

Sveitin fékk nýjan Kjöl 1 afhentann á Selfossi í dag. Bíllinn er Ford F-350, 40" breyttur, með húsi og voru allar breytingar framkvæmdar á Selfossi og í Þorlákshöfn. Örtölvur sáu um rafmagnsvinnu, SB Skiltagerð ehf merkingar og ÍB upphækkun og fjöðrun.
Nýr Kjölur 1 leysir af hólmi eldri 38" Ford Econoline bíl sveitarinnar sem skemmdist í vetur. Eftir er að setja allan lausan búnað í nýja bílinn og gera hann útkallsklárann en Kjölur 1 mun í framhaldinu fá eldskírn sína á hálendisvakt að Fjallabaki á næstu dögum.
Á myndinni eru þeir Ingimar frá IB og Eyjólfur frá Örtölvum við afhendinguna ásamt Kjalarmönnum, Brynjari og Bjarka.
... Sjá meiraSjá minna

Skoða á Facebook

Árlegir Kjalarnesdagar voru haldnir um helgina þar sem hin ýmsu félagasamtak taka höndum saman um hátíðarhöld í Grundarhverfi. Margt var á dagská fyrir íbúa og gesti alla þrjá dagana og veðrið með besta móti. Að venju var boðið upp á fjórhjólaferðir og lauslega áætlað fór hvert Kjalarhjól í 60 ferðir með farþega, áður en biðröðin var tæmd.
Gamli SVFÍ gallinn stóð svo vaktina í appelsínugula hverfinu.
... Sjá meiraSjá minna

Skoða á Facebook