Útköll 2020

F1 Útkall á vegum slökkviðliðs höfuðborgarsvæðisins vegna öndunarerfiðleika í Kjós. Tveir menn fóru á staðinn.
F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í heimahúsi í Kjós. Einn maður fór á staðinn.
F1 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í heimahúsi í Grundarhverfi. Þrír menn mættu.
F2 Bílvelta á Hvalfjarðarvegi í Kjós. Tvennt var í bílum en slasaðist lítið. Einn maður fór á vettvang.
F3 Aðstoð vegna útafkeyrslu í óveðri á vesturlandsvegi ofan Grundarhverfis. Tveir menn sinntu verkefninu.
F2 Lokun á vesturlandsvegi til austurs við Grundarhverfi vegna umferðarslyss, að beiðni lögreglu. Tveir menn lokuðu með Kjöl 1.
F1 Árekstur tveggja bíla á vesturlandsvegi í blindhríð. Tveir menn fóru á staðinn á Kjöl 2 og fluttu ásamt sjúkrabíl slasaða í slysadeild.
F1 Slys vegna þakplatna sem fuku af húsi í Kjós. Þrír menn fóru á staðinn og fluttu viðkomandi til móts við sjúkrabíl á Kjöl 1.
F2 Mörg óveðursverkefni í Grundarhverfi og nágrenni. Mikil veðurhæð og rauð viðvörun sem stóð í nokkrar klst og olli þó nokkru tjóni.
F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes að beiðni lögreglu og vegagerðar vegna óveðurs. Vegurinn var lokaður um tíma.
F2 Útkall vegna bílveltu á Hvalfjarðarvegi við Fossá. Þrír Kjalarmenn fóru á staðinn ásamt öðrum viðbragðsaðilum.
F2 Útkall rauður vegna farþegavélar með brotinn hjólabúnað á Keflavíkurflugvelli. Þrír menn fóru á MÓT í Straumsvík.
F2 Útkall vegna bráðaveikinda í heimahúsi í Grundarhverfi. Einn Kjalarmaður fór á staðinn á Kjöl 2.
F1 Snjóflóðaslys við Móskarðshnjúka. Öll farartæki sveitarinnar fóru í útkallið ásamt 6 mönnum.
F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna meðvitundarleysis í Kjós. Þrír Kjalarmenn fóru á staðinn.
F3 Útkall í Grundarhverfi vegna þakplatna sem losnuðu í hvassviðri. Tveir menn fóru á staðinn á Kjöl 1..
F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna vinds og skafrennings, aðallega í Kollafirði. Vegurinn var lokaður til um kl 01.
F2 Bílvelta á vesturlandsvegi sunnan Hvalfjarðargangna. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.
F2 Útkall vegna einstaklings á Kjalarnesinu með skyndilegan kviðverk. Tveir menn fóru á vettvang.
F2 Tveir fastir bílar í ófærð og hríð á Mosfellsheiði. Fólkið var sótt á Kjöl 1 og ekið til byggða.
F2 Leit að barni í Reykjavík. Fjórir menn voru lagðir af stað eða að gera sig klára þegar barnið fannst.
F2 Leit að konu við Mógilsá. Fjórhjólin og hundateymi fóru til leitar. Konan fannst eftir stutta leit.
F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna hríðarveðurs og umferðaróhappa. Margir bílar fóru út af veginum.
F2 Lítil rúta við það að velta á vesturlandsvegi við Blikdalsá. Fólkinu var komið í skjól í Klébergsskóla. Hríðarveður og krapi.
F3 Framhaldsleit að göngumanni á Snæfellsnesi. Hundateymi, tvö fjórhjól og aðgerðastjórnandi fóru vestur.
F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í sumarhúsi í Kjós.