Útköll 2020

Alls 86 útköll á árinu voru mönnuð. Þar af voru 42 útköll vettvangsliða vegna bráðaveikinda og slysa á Kjalarnesi og í Kjós.

F2 Útkall vegna fokverkefna í Kjós og Mosfellsbæ. Báðir bílarnir með alls fimm manns voru starfandi í norðanbálinu.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í heimahúsi á Kjalarnesi. Tveir fóru á vettvang.

F2 Útkall vegna áreksturs tveggja bíla í Hvalfjarðargöngum. Einn Kjalarmaður fór á slysstað.

F2 Útkall vegna ljósagangs í Esjunni. Ótti um göngumann reyndist ástæðulaus. Þrír mættu til leitar með tvö fjórhjól og jeppa.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í Grundarhverfi. Einn maður fór á vettvang.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F1 Útkall þegar maður slasaðist í Gunnlaugsskarði. Þrír menn og tvö fjórhjól fóru á staðinn, ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F2 Útkall vegna leitar að manneskju sem óttast var um, í grennd við Esjuna. Sex Kjalarmenn fóru til leitar á báðum bílunum.

F2 Útkall vegna göngumanns sem villtist á Bláfjallasvæðinu. Tvö fjórhjólateymi voru tilbúin til leitar þegar maðurinn fannst heill á húfi.

F2 Útkall göngumanns sem villtist í hríðarveðri við Móskarðshnjúka. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar.

F2 Útkall vegna leitar að manni sem óttast var um. Tvö fjórhjólateymi og Kjölur 2 fóru til leitar á höfuðborgarsvæðinu.

F3 Útkall vegna göngumanns sem villtist norðan við Hafravatn. Tvö fjórhjólateymi frá Kili fóru til leitar.

F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist á fæti í Esju. Fjórir Kjalarmenn aðstoðuðu sjúkraflutningamenn gangandi og á fjórhjólum.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bílveltu við Laxá í Kjós. Einn Kjalarmaður fór á slysstað.

F2 Útkall á vegna veikinda ökumanns á ferð um vesturlandsveg við Grundarhverfi. Tveir menn fóru á vettvang.

F2 Útkall vegna andlegra veikinda í heimahúsi á Kjalarnesi. Einn maður fór á vettvang ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F3 Útkall vegna foktjóns í Klébergsskóla. Tveir menn voru á leið á staðinn, þegar aðstoð var afturkölluð.

F3 Útkall vegna bíls sem tjónaðist í vindhviðum við Móaberg á vesturlandsvegi. Þrír Kjalarmenn fóru á staðinn.

F2 Útkall vegna áreksturs tveggja bíla á Hvalfjarðarvegi. Einn Kjalarmaður fór á vettvang ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í Kjós. Tveir menn fóru á staðinn.

F3 Útkall vegna sjávarágangs sunnan við Grundarhverfi. Loka þurfti vesturlandsvegi með þremur bílum meðan hreinsun fór fram.

F2 Útkall vegna leitar að þroskaskertum pilti á höfuðborgarsvæðinu. Eitt fjórhjólateymi fór til leitar.

F2 Leit að manni í Þjórsárdal. Tveir menn voru lagðir af stað til leitar á Kjöl 2, þegar viðkomandi fannst.

F2 Útkall vegna göngumanns í sjálfheldu efst á Þverfellshorninu í Esjunni. Tvö fjórhjólateymi frá Kili fóru í útkallið.

F1 Útkall vegna ökumanns sem fór í krampa í Hvalfjarðargöngum. Einn maður fór á staðinn á Kjöl 2.

F2 Útkall vegna farþegavélar með vélatruflanir. Einn maður var á leið í útkallið þegar vélin lenti heilu og höldnu.

F2 Útkall vegna framhalds leitar við Esjumela og Köldukvísl. Fimm Kjalarmenn leituðu á fæti og fjórhjólum. Leit bar ekki árangur.

F2 Útkall vegna leitar að manni á Esjumelasvæðinu. Fjórir Kjalarmenn fóru til leitar á tveimur bílum. Leit bar ekki árangur.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna slyss í heimahúsi í Grundarhverfi. Fjórir Kjalarmenn fóru á staðinn.

F2 Útkall vegna manns sem óttast var um við Elliðaárnar. Fjórir Kjalarmenn fóru til leitar á fjór- og reiðhjólum.

F1 Útkall vegna öndunarerfiðleika og annara einkenna í heimahúsi á Kjalarnesi. Einn maður fór á staðinn.

F2 Útkall vegna skyndilegra veikinda í heimahúsi í Kjós. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F2 Útkall vegna einstaklings sem hafði fallið í heimahúsi í Grundarhverfi. Tveir menn fóru á staðinn.

F1 Útkall vegna alvarlegs umferðaslyss á vesturlandsvegi ofan Grundarhverfis. Þrír menn fóru á slysstað.

F2 Útkall vegna bílveltu á vesturlandsvegi ofan við Hvalfjarðargöng. Einn maður fór á vettvang á Kjöl 2.

F2 Útkall vegna bílveltu á vesturlandsvegi við Grundarhverfi. Tveir menn fóru á vettvang ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F2 Leit á höfuðborgarsvæðinu. Öll tæki sveitarinnar og 6 manns voru við leit eða á leiðinni til leitar, þegar viðkomandi fannst.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í Kjós. Tveir menn fóru á staðinn.

F2 Útkall vegna áreksturs þriggja bíla í Hvalfjarðargöngum. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F2 Leit að einstaklingi á bíl á höfuðborgarsvæðinu. Þrír Kjalarmenn fóru til leitar á Kjöl 1.

F2 Leit að barni í Garðabæ og nágrenni. Kjölur fjórhjólateymi var farið til leitar þegar viðkomandi fannst heill á húfi.

F1 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í Kjós. Einn maður fór á staðinn.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna manns sem slasaðist eftir fall. Einn maður mætti.

F1 Útkall á vegum slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna barns í krampa í Kjós. Tveir menn fóru á staðinn.

F1 Útkall vegna meðvitundarleysis í sumarbústað við Meðalfellsvatn. Tveir Kjalarmenn fóru á staðinn.

F2 Útkall vegna andlegra veikinda á Kjalarnesi. Tveir menn voru á leið heim úr öðru útkalli og fóru á vettvang.

F2 Útkall vegna einstaklings sem brenndist í heitum potti við sumarhús í Kjós. Tveir fóru á vettvang.

F2 Útkall til aðstoðar slökkviliði Kjalarness vegna sinuelda í Kjós. Báðir bílarnir fóru á vettvang með mannskap og dælukerru.

F2 Tveir örmagna kajakræðarar í sjálfheldu við Álfsnes. Tvö jetskíði fóru og sóttu fólkið og kajakana yfir fjörðinn.

F2 Leit að barni sem varð viðskila við foreldra við Hreðavatn. Fjórir Kjalarmenn ásamt hundi fóru til leitar.

F2 Útkall vegna veikinda í sumarhúsahverfi í Kjós. Tveir menn fóru á staðinn ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F1 Útkall vegna elds í húsnæði við Skrauthóla. Báðir bílarnir fóru á vettvang og aðstoðuðu slökkviliðið.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna andlegra veikinda í grennd við Grundarhverfi. Þrír menn mættu.

F2 Leit að alzheimer sjúklingi í Reykjavík. Þrjú hjólateymi fóru til leitar strax í kjölfar annarar leitar.

F2 Leit að unglingspilti á höfuðborgarsvæðinu. Þrjú fjór- og reiðhjólateymi voru lögð af stað þegar viðkomandi fannst.

F2 Leit við Álftanes. Sex Kjalarmenn, göngumenn og jetskíði með áhöfn leituðu í tvo daga. Leit bar ekki árangur.

F3 Fastir bílar vegna ófærðar í Grundarhverfi. Fólk var ferjað í skjól og bílar losaðir. Tveir menn mættu í útkallið.

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna hríðarveðurs. Fjöldahjálparstöð í Klébergsskóla var opnuð fram á kvöld.

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna slæms veðurs og umferðaróhapps. Tveir menn voru við lokunarpóst.

F2 Útkall vegna áreksturs á vesturlandsvegi. Hríð og blinda var á veginum. Tveir menn mættu.

F1 Útkall á vegum slökkviðliðs höfuðborgarsvæðisins vegna öndunarerfiðleika í Kjós. Tveir menn fóru á staðinn.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í heimahúsi í Kjós. Einn maður fór á staðinn.

F1 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í heimahúsi í Grundarhverfi. Þrír menn mættu.

F2 Bílvelta á Hvalfjarðarvegi í Kjós. Tvennt var í bílum en slasaðist lítið. Einn maður fór á vettvang.

F3 Aðstoð vegna útafkeyrslu í óveðri á vesturlandsvegi ofan Grundarhverfis. Tveir menn sinntu verkefninu.

F2 Lokun á vesturlandsvegi til austurs við Grundarhverfi vegna umferðarslyss, að beiðni lögreglu. Tveir menn lokuðu með Kjöl 1.

F1 Árekstur tveggja bíla á vesturlandsvegi í blindhríð. Tveir menn fóru á staðinn á Kjöl 2 og fluttu ásamt sjúkrabíl slasaða í slysadeild.

F1 Slys vegna þakplatna sem fuku af húsi í Kjós. Þrír menn fóru á staðinn og fluttu viðkomandi til móts við sjúkrabíl á Kjöl 1.

F2 Mörg óveðursverkefni í Grundarhverfi og nágrenni. Mikil veðurhæð og rauð viðvörun sem stóð í nokkrar klst og olli þó nokkru tjóni.

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes að beiðni lögreglu og vegagerðar vegna óveðurs. Vegurinn var lokaður um tíma.

F2 Útkall vegna bílveltu á Hvalfjarðarvegi við Fossá. Þrír Kjalarmenn fóru á staðinn ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F2 Útkall rauður vegna farþegavélar með brotinn hjólabúnað á Keflavíkurflugvelli. Þrír menn fóru á MÓT í Straumsvík.

F2 Útkall vegna bráðaveikinda í heimahúsi í Grundarhverfi. Einn Kjalarmaður fór á staðinn á Kjöl 2.

F1 Snjóflóðaslys við Móskarðshnjúka. Öll farartæki sveitarinnar fóru í útkallið ásamt 6 mönnum.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna meðvitundarleysis í Kjós. Þrír Kjalarmenn fóru á staðinn.

F3 Útkall í Grundarhverfi vegna þakplatna sem losnuðu í hvassviðri. Tveir menn fóru á staðinn á Kjöl 1..

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna vinds og skafrennings, aðallega í Kollafirði. Vegurinn var lokaður til um kl 01.

F2 Bílvelta á vesturlandsvegi sunnan Hvalfjarðargangna. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F2 Útkall vegna einstaklings á Kjalarnesinu með skyndilegan kviðverk. Tveir menn fóru á vettvang.

F2 Tveir fastir bílar í ófærð og hríð á Mosfellsheiði. Fólkið var sótt á Kjöl 1 og ekið til byggða.

F2 Leit að barni í Reykjavík. Fjórir menn voru lagðir af stað eða að gera sig klára þegar barnið fannst.

F2 Leit að konu við Mógilsá. Fjórhjólin og hundateymi fóru til leitar. Konan fannst eftir stutta leit.

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna hríðarveðurs og umferðaróhappa. Margir bílar fóru út af veginum.

F2 Lítil rúta við það að velta á vesturlandsvegi við Blikdalsá. Fólkinu var komið í skjól í Klébergsskóla. Hríðarveður og krapi.

F3 Framhaldsleit að göngumanni á Snæfellsnesi. Hundateymi, tvö fjórhjól og aðgerðastjórnandi fóru vestur.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í sumarhúsi í Kjós.