Hálendisvaktin
Þátttöku Kjalar í hálendisvakt Björgunarsveitanna er lokið í ár. Að þessu sinni var sveitin eina viku á Sprengisandi með aðsetur í Nýjadal og einn félagi slóst í hóp með annarri sveit í viku að Fjallabaki með aðsetur í Landmannalaugum og eina viku til viðbótar með öðrum á Sprengisandi með bækistöð í Nýjadal. ‹ Lesa Meira