Hálendisvaktin

Þátttöku Kjalar í hálendisvakt Björgunarsveitanna er lokið í ár. Að þessu sinni var sveitin eina viku á Sprengisandi með aðsetur í Nýjadal og einn félagi slóst í hóp með annarri sveit í viku að Fjallabaki með aðsetur í Landmannalaugum og eina viku til viðbótar með öðrum á Sprengisandi með bækistöð í Nýjadal. ‹ Lesa Meira

Sumarið er tíminn ..

Útköll og verkefni hafa verið af ýmsu tagi það sem af er júní. Nokkrar boðanir á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda og umferðaslyss á Kjalarnesi og í Kjós en einnig hundabjörgun í Meðalfelli, gosvakt við Grindavík og gæsla á Sjómannadeginum við Reykjavíkurhöfn. Sjaldnast tvö verkefni eins - fjölbreytnin heldur okkur á tánum. Framundan er svo Hálendisvaktin. Hundbjörgun í Meðalfelli Sjá fb færslu með fleiri myndum: fb Björgunarsveitin Kjölur ‹ Lesa Meira

Nú árið er liðið ..

Árið hefur verið hefðbundið - útköll nokkuð fyrirferðamikil en einnig gefist nauðsynlegur tími fyrir vinnukvöld, æfingar, fundi, hálendisvaktir og fjáraflanir. Um helmingur útkalla er vegna slysa og veikinda samkvæmt samstarfs samningi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um vettvangsliða. Önnur útköll eru helst; leitir, óveður og ófærð en eldgos og jarðskjálftar ná einnig inn á listann í ár. ‹ Lesa Meira

Af hálendisvakt og hvað fleira er títt ..

Í sumar hefur Kjölur komið að tveimur hálendisvöktum á Sprengisandi og einni viðbragðsvakt í Skaftafelli, auk nokkurra gosvakta við Litla Hrút. Allar vaktir sveitarinnar hafa verið lausar við alvarleg atvik, þótt einhverjir ferðalangar hafi þurft aðstoðar við. Veður var alveg ásættanlegt til útiveru, þótt næturhiti hafi oft verið nálægt frostmarki á hálendinu, fyrir vikið almennt lítið í jökulám. Ferðamenn setja lágt hitastig, vindkælingu eða smá sandfok yfirleitt ekki fyrir sig og njóta líkt og aðrir flest það sem íslensk náttúra býður upp á. Að venju sáu góðir aðilar til þess að vaktirnar hefðu nóg að bíta og brenna. Myllan, Matfugl,… ‹ Lesa Meira

Neyðarkall – fyrsta hjálp

Hin árlega styrktarsala á Neyðarkalli gekk vel og í ár var hún tileinkuð fyrstuhjálp. Kallinn skartar svokölluðu bakbretti eða skröpum sem oft eru notuð, þegar þarf að flytja slasaða eða ná úr þröngum aðstæðum. Styrkupphæðin að þessu sinni var kr 3000 og fyrir hann fékkst Kall með lyklakippuhring. Fyrirtæki gátu fengið stærri útgáfu hans. Allur ágóði rennur til styrktar starfinu. Að venju var Kjölur með sölumenn við Bónus Hraunbæ og Holtagarða og gengið var í hús í Grundarhverfi. Þökkum góðar undirtektir !! ‹ Lesa Meira

Sumarið er tíminn ..

Í ýmsu skemmtilegu er að snúast á sumrin hjá björgunarsveitinni í bland við útköll, sem ekki taka sumarfrí. Hátíðir, eins og t.d. Sjómannadagurinn, Kjalarnesdagar hafa legið niðri undanfarin 2 ár eru nú haldnar aftur og gleðin við völd.  Undanfarið hefur verið nokkuð um útköll vegna innanbæjar leita og slysa á göngumönnum í fjalllendi í grennd við höfuðborgina - sem betur fer flest án teljandi skaða. Þá hefur Kjölur staðið vaktir vegna eldgossins í Meradölum undanfarið. Myndin hér að neðan er frá Kjalarnesdögum í sumar þar sem fjórhjólaferðir björgunarsveitarinnar njóta vinsælda. .. og svo fór að gjósa. Kjölur mætti á eldgosavaktina. ‹ Lesa Meira

Nýr Kjölur 2

Nýr Kjölur 2 hefur tekið við af þeim gamla, sem hefur þjónað okkur vel í útköllum og innra starfi undanfarin ár. Bíllinn sést hér í Þrengslunum á dögunum en heilfilmun, merkingar og öll rafmagnsvinna eru unnin "fyrir austan fjall". ‹ Lesa Meira

Lægðagangur á Þorra og Góu

Verkefnislota hjá Björgunarsveitum vegna óveðurs og ófærðar hefur verið löng og ströng undanfarnar vikur og enn ekki hægt að loka þeim kafla. Lægðirnar eru í langri röð suðvestur af landinu og viðbúið að einhverjar björgunarsveitir þurfi aftur að henda sér í gallann á næstunni. Snjóalög eru víða óstöðug og m.a. hafa fallið snjóflóð í lág Esjunni og við Búahamra. Um að gera fyrir útivistarfólk að hafa varan á því jafnvel litlar spýjur geta valdið slysi. https://www.facebook.com/profile.php?id=100041307525297 ‹ Lesa Meira

Nú árið er liðið .. ..

Áramót 2021-2022 Útköll sveitarinnar í ár eru orðin 84 talsins  Þar af voru 42 útköll vettvangsliða vegna bráðaveikinda og slysa á Kjalarnesi og í Kjós. 10 vaktir og útköll voru vegna eldgossins í Geldingadölum. Annað ár með Covid-19 faraldur, en sem betur fer haft lítil áhrif á viðbragðsgetu. Engin flugeldasala er hjá Kili en nokkur rótarskot til sölu. Verkefnið  rótarskot styður bæði björgunarsveitarstarf og skógrækt á Kjalarnesi. Alltaf má styrkja sveitina beint á reikning: 0315-26-26332, kennitala 690390-1089. Gleðilega hátíð. Á myndinni eru þær Anna Lyck Filbert og Sonja Þórey Þórsdóttir í Neyðarkallasölunni þetta árið. ‹ Lesa Meira

Eldgos á Reykjanesskaga

Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli um 10 km norðaustur af Grindavík föstudagskvöldið 19. mars 2021. Margir leggja leið sína í Geldingadali þessa dagana, enda eldgosið mikið sjónarspil. Björgunarsveitir standa vaktina með öðrum viðbragðsaðilum til þess að tryggja öryggi gesta. Meðal annarra hefur Kjölur verið við gæslu á svæðinu og tekið þátt í vöktum í vettvangsstjórn. Myndin er tekin við gönguleið A.Nauðsynlegt er að vera vel búin til göngu í fjalllendi ef menn ætla að skoða gosið. Í því felst m.a. að vera með skjólgóðan og hlýjan fatnað, góða gönguskó, brodda, fullhlaðinn síma, ljós og nesti.Gasmengun hefur verið veruleg og… ‹ Lesa Meira