Útköll 2023

Kjölur tók þátt í 78 útköllum á árinu, að gosvöktum og veglokunum meðtöldum. Þar af voru 42 útköll vegna slysa og bráðaveikinda.

F3 Útkall vegna ófærðar og fastra bíla í Kjósarskarði. Kjölur 1 og þrír félagar fóru til aðstoðar.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bílveltu í Kollafjarðarbotni. Tveir menn fóru á slysstað.

F3 Eftirlit og aðstoð björgunarsveita í Grindavík. Tveir menn voru á vakt meðan bærinn var opinn fyrir íbúa.

F1 Útkall vegna bílveltu á vesturlandsvegi við Esjuberg. Tveir menn fóru á staðinn ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist á fæti í Brynjudal í Kjós. Tveir menn fóru á vettvang.

F3 Aðstoð vegna jarðhræringanna í Grindavík. Tveir menn aðstoðuðu íbúa við fylgd og verðmætabjörgun meðan það var heimilt.

F3 Aðstoð við íbúa búsetta á hættusvæði í Grindavík. Tveir menn sinntu verðmætabjörgun og flutning íbúa.

F2 Útkall þegar maður varð fyrir voðaskoti á Leggjabrjót. Eitt fjórhjólateymi og Kjölur 1 fóru í útkallið ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F1 Útkall vegna skyndilegrar rýmingar í Grindavík. Tveir hópar fóru á biðsvæði bjarga við Grindavíkurveg en vel gekk að tæma bæinn.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í Grundarhverfi. Tveir fóru á staðinn.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bílveltu í Kjós. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna ofnæmisviðbragða í Kjós. Tveir fóru á vettvang.

F2 Útkall vegna skyndilegra veikinda. Tveir menn fóru til móts við viðkomandi sem var á ferðinni í bíl um Kjalarnesið.

F2 Útkall vegna bíls sem valt á vesturlandsvegi. Tveir Kjalarmenn fóru á vettvang ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F3 Útkall vegna ófærðar og fastra bíla á Hellisheiði og í Þrengslunum. Tveir menn fóru ásamt öðrum sveitum til aðstoðar á Kjöl 1.

F1-gulur virkjun viðbragðsáætlunar vegna eldsvoða í Hvalfjarðargöngum. Tveir menn og Kjölur 1 voru í biðstöðu í bækistöð.

F3 Útkall vegna bíls í sjálfheldu utan slóða í Skálafelli. Þrír menn fóru af stað ásamt öðrum sveitum. Mikil vindur og hríð var á staðnum.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna meðgöngu vandamála konu á Kjalarnesi. Einn fór á staðinn.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna meðvitundarleysis á Kjalarnesi. Tveir fóru á vettvang.

F3 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist á fæti neðan Þverfellshorns í Esjunni. Eitt fjórhjólateymi fór á staðinn.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna einstaklings með brjóstverk á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.

F2 Útkall vegna einstaklings á Kjalarnesi með skerta meðvitund. Einn Kjalarmaður fór á staðinn.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna andlegra veikinda á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna öndunarerfiðleika í heimahúsi í Kjós. Tveir fóru á vettvang.

F1 Útkall vegna slyss í sumarbústað í Kjós, þar sem viðkomandi missti meðvitund. Tveir fóru á slysstað.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna slyss í heimahúsi í Grundarhverfi. Einn fór á vettvang.

F2 Útkall vegna áreksturs tveggja bíla á vesturlandsvegi við Grundarhverfi. Tveir fóru á vettvang. Engin slys urðu á fólki.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna andlegra veikinda í dreifbýli Kjalarness. Þrír mættu á vettvang.

F2 Útkall vegna húsbíls sem fauk og valt heila veltu á vesturlandsvegi við Hvamm. Fimm fóru á vettvang ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F3 Útkall vegna þakplatna við einbýlishús sem fuku í staðbundnu NA hvassviðri á Kjalarnesi. Fjórir menn fóru á vettvang.

F2 Útkall vegna húsbíls sem fauk af vesturlandsvegi við Enni og valt. Einn fór á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í Grundarhverfi . Einn fór á vettvang.

F3 Útkall vegna göngumanna í vanda við Þverfellshorn. Tvö fjórhjólateymi tryggðu að fólkið kæmist niður heilu og höldnu.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í Kjós. Einn maður fór á vettvang.

F2 Leit að örvingluðum manni í grennd við Hafnarfjörð. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna andlegra veikinda á Kjalarnesi. Tveir menn fóru á vettvang.

F2 Leit að manni sem óttast var um á Selfossi. Tveir menn voru á leiðinni austur þegar viðkomandi fannst heill á húfi.

F4 Gosvakt við Litla Hrút. Fjögurra mann hópur var á vakt við gosstöðvarnar um kvöldið. Kjölur 1 og fjórhjól með í för.

F3 Útkall vegna hjólhýsis sem fauk og sprakk á vesturlandsvegi. Fjórir Kjalarmenn aðstoðuðu við að tryggja vettvang.

F4 Gosgæsla við Litla Hrút. Tvö fjórhjólateymi sinntu gæslu á kvöldvakt. Um 4000 manns lögðu leið sína að gosinu þann daginn.

F3 Gosgæsla vegna eldgossins á Reykjanesi sem hófst deginum áður. Tveir menn sinntu lokunarpósti við Keili.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna unglings sem slasaðist eftir fall í Kjós. Einn fór á vettvang.

F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist eftir fall í Þverfellshorni. Eitt fjórhjólateymi fór með sjúkraflutningamönnum á vettvang.

F2 Útkall vegna áreksturs þriggja bíla á vesturlandsvegi um Kjalarnes. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda hjá barni. Tveir menn fóru á staðinn.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í Kjós. Einn fór á staðinn.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í Grundarhverfi. Einn Kjalarmaður fór á staðinn.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna andlegra veikinda á Kjalarnesi. Tveir menn fór á vettvang.

F2 Útkall vegna bíls sem festist í Leirvogsá. Áin var í miklum vexti og festist Kjölur 1 líka. Aðrar bjargir komu í kjölfarið til aðstoðar.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna andlegrar veikinda á Kjalarnesi. Einn maður fór á staðinn.

F1 Útkall á vegum Slökkvilðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í Grundarhverfi. Einn maður fór á staðinn.

F1 Útkall vegna bráðaveikinda í Kjós. Afturkallað þegar viðkomandi var keyrður til móts við sjúkrabíl á Þingvallavegi.

F1 Útkall vegna skips sem var vélarvana í Hvalfirði. Tvö jetskíði voru klár þegar tókst að koma vélinni í gang og útkallið afturkallað.

F2 Útkall vegna leitar á sjó að bát á Faxaflóa, sem ekkert hafði spurst til. Jetskíðin og bíll voru klár, þegar báturinn kom fram.

F2 Útkall vegna einstaklings með andleg veikindi. Alls tóku fimm félagar þátt, vettvangsliðar og sjótæki sveitarinnar.

F2 Leit að konu sem óttast var um á Seltjarnarnesi. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar. Konan fannst fljótlega heil á húfi.

F2 Leit að eldri konu með elliglöp sem hafði ekki skilað sér heim. Tvö fjórhjóla teymi fóru til leitar í Árbænum.

F2 Leit að unglingsstúlku sem óttast var um. Tveir Kjalarmenn fóru til leitar í Garðabæ. Stúlkan fannst fljótlega heil á húfi.

F2 Útkall vegna sinubruna við Fólkvang á Kjalarnesi. Björgunarsveitin aðstoðaði slökkvilið Kjalarnes við flutning á búnað og mannskap.

F1 Útkall þegar göngumaður féll við Glym. Tveir Kjalarmenn fóru á staðinn. Göngumaðurinn fannst látinn innst í gljúfrinu.

F3 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna skyndilegra veikinda í Kjós. Tveir fóru á vettvang.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna skyndilegra veikinda í Kjós. Tveir menn fóru á vettvang.

F2 Útkall á vegum Slökkviðliðs höfuðborgarsvæðisins vegna manns sem fannst slasaður við Mógilsá. Tveir fóru á vettvang.

F3 Framhaldsleit að manni sem saknað er við Álftanes. Fimm göngumenn og tvö jetskíði fóru til leitar í fjörur við Bessastaðanes.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna meðvitundarleysis í dreifbýli Kjalarness. Þrír fóru á vettvang.

F2 Leit að manni sem óttast var um. Tveir göngumenn fóru til leitar við Álftanes ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F2 Hættustig – rauður boðað vegna flugvélar með dautt á hreyfli í Keflavík. Tveir menn lögðu af stað suður. Vélin lenti heilu og höldnu.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna aðstoðar við lögreglu. Einn Kjalarmaður var í viðbragðsstöðu.

F2 Útkall vegna foktjóns í Kjós þegar hvöss sunnanátt gekk yfir. Þrír Kjalarmenn aðstoðuðu heimamenn við að tryggja ástandið.

F3 Viðbragðsstaða á vegum Vegagerðarinnar vegna appelsínugulrar veðurviðvörunar. Veðrið gekk hratt yfir og ekki kom til lokunar.

F2 Leit á höfuðborgarsvæðinu að konu með alzheimer sem saknað hafði verið frá deginum áður. Eitt fjórhjólateymi fór til leitar.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna barns sem slasaðist eftir fall. Einn fór á vettvang.

F3 Útkall vegna bíla sem voru í vandræðum vegna snjóa og blindu á Vesturlandsvegi. Vegurinn lokaðist um tíma.

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna veðurs. Gul og appelsínugul veðurviðvörun var á svæðinu og lokun stóð í um 6 klst.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í heimahúsi í Kjós. Einn fór á vettvang.

F2 Leit að ungum þroskaskertum einstaklingi sem óttast var um, en fannst fljótlega eftir boðun. Eitt fjórhjólateymi fór til leitar.

F3 Útkall vegna margra fasta bíla í snjó og hríð á Mosfellsheiði. Einn Kjalarbíll fór upp á heiðina ásamt öðrum björgunarsveitum.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna umferðaróhapps á vesturlandsvegi við Blikdal. Einn fór á slysstað.

Útköll eftir árum: