Útköll 2021


F2 Útkall vegna leitar að barni. Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar. Tvö Kjalar fjórhjólateymi fóru til leitar

F2 Útkall vegna alvarlegs umferðaróhapps á Hvalfjarðarvegi í Kjós. Tveir Kjalarmenn fóru á vettvang.

F2 Útkall vegna einstaklings sem slasaðist við útivistariðju á Kjalarnesinu. Tveir fóru á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í Kjós. Einn fór á staðinn.

F4 Gæsla vegna gossins í Geldingadölum. Tveir félagar stóðu síðastu vakt björgunarsveita en engin virkni hefur verið í 4 vikur.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í Grundarhverfi. Þrír Kjalarmenn fóru á vettvang.

F4 Gæsla á gossvæðinu við Fagradalsfjall. Lítil virkni var í gígnum en tveir Kjalarmenn voru á kvöldvakt.

F1 Útkall vegna áreksturs þriggja bíla á vesturlandsvegi í Kollafirði. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F2 Leit að einhverfum einstaklingi á sunnanverðu höfuðborgarsvæðinu. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar.

F2 Útkall vegna bíls sem lenti utanvegar og valt á vesturlandsvegi við Saltvík. Einn fór á vettvang.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í Kjós. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F2 Leit að heilabiluðum einstaklingi í Garðabæ. Tvö fjórhjólateymi voru lögð af stað þegar viðkomandi fannst heill á húfi.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í heimahús á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna einstaklings í krampa. Einn fór á vettvang.

F2 Leit að göngumanni sem villtist í slæmu veðri efst á Esjunni. Tvö fjórhjólateymi mættu í aðgerðina.

F4 Gosvakt við Geldingardali. Tveir Kjalarmenn voru ásamt öðrum á kvöldvakt vegna lokunar á leið A.

F2 Útkall á vegnum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna geðrænna vandamála. Einn maður fór á staðinn.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í Kjós. Einn maður fór á staðinn.

F2 Útkall þegar bíll með þremur mönnum valt á Brautarholtsvegi. Tveir Kjalarmenn mættu á slysstað.

F2 Leit að ungri stúlku á höfuðborgarsvæðinu. Þrír Kjalarmenn fóru til leitar á fjórhjólum og jeppa.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í Kjós. Einn maður fór á staðinn.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda á Kjalarnesi. Einn maður fór á vettvang.

F2 Leit að tveimur hjólreiðamönnum sem höfðu villst við Svínaskarð. Tveir Kjalarmenn fóru til leitar.

F2 Leit að eldri heilabiluðum manni á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar.

F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist á fæti við Móskarðahnjúka. Tvö fjórhjólateymi fóru á vettvang.

F2 Útkall vegna vörubíls sem valt í Kjós. Tveir menn fóru á staðinn. Sem betur fer urðu ekki slys á fólki.

F4 Gæsla á gossvæðinu við Geldingardal. Tveir félagar stóðu dagvakt og fóru m.a. í eina leit af villtum ferðamanni.

F2 Útkall vegna áreksturs á gatnamótum vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda á Kjalarnesinu. Einn maður fór á vettvang.

F2 Útkall vegna göngumanns sem villtist í þoku við Móskarðshnjúka. Fjórhjólateymi fór og aðstoðaði göngumanninn niður.

F2 Útkall á vegnum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í Kjós. Tveir Kjalarmenn fóru á staðinn.

F4 Gæsla á gossvæðinu við Geldingardal. Tveir félagar stóðu dagvakt í Nátthaga og Merardölum.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í heimahúsi á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.

F2 Leit að ferðamanni við gosstöðvarnar. Kjalar hundateymi og aðgerðastjórnandi voru við leit þar til maðurinn fannst um kvöldið.

F2 Útkall vegna ökumanns sem missti stjórn á bíl sínum í Hvalfjarðargöngunum. Tveir fóru á vettvang.

F2 Útkall vegna áreksturs þriggja bíla í Hvalfjarðargöngum. Tveir félagar fóru á slysstað á Kjöl 1.

F1 Útkall vegna einstaklings sem slasaðist við fall við Meðalfellsvatn í Kjós. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F3 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist við Þverfellshorn. Einn Kjalarmaður á fjórhjóli fór í flutning.

F1 Útkall vegna fólks í lekum bát á Þingvallavatni. Tvö jetskíði með þriggja manna áhöfn voru farin úr húsi þegar var afturkallað.

F1 Útkall vegna göngumanns sem féll fram af klettum í Kjós. Sjö Kjalarmenn á öllum ökutækjum sveitarinnar fóru á vettvang.

F3 Aðstoð við lögreglu höfuðborgarsvæðisins vegna vísbendingaleitar við Elliðaá. Einn félagi fór til leitar.

F4 Gæsla á gossvæðinu við Geldingadal. Fjórir félagar stóðu kvöldvaktina og fylgdust með gasmælingum, gestum og hraunrennsli.

F1 Útkall vegna yfirvofandi fæðingar á vesturlandsvegi sem var afturkallað fljótlega. Einn Kjalarmaður fór af stað úr húsi.

F1 Útkall vegna ökumanns á vesturlandsvegi sem veiktist skyndilega. Tveir menn fóru á vettvang.

F4 Gæsla á gossvæðinu við Geldingadali. Fimm Kjalarmenn sinntu kvöldvakt og fylgdust með hraunrennsli og gestum í góðu veðri.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda á Kjalarnesi. Einn maður fór á vettvang.

F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist á fæti við Þverfellshorn. Tvö fjórhjólateymi fóru á slysstað, alls þrír menn.

F3 Gosvakt við Geldingadali. Kvöld og næturvakt með fjórum mönnum. Sinna þurfti tveimur fótbrotum auk gasmælingar og gæslu.

F2 Útkall vegna gróðurelda í Heiðmörk. Tvö fjórhjólateymi fóru til aðstoðar SHS við flutning á slökkvibúnaði fram eftir kvöldi.

F2 Útkall vegna bíls sem lenti á ljósastaur á vesturlandsvegi við Grundarhverfi. Tveir Kjalarmenn fóru á slysstað.

F1 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna meðvitundarleysis í Grundarhverfi. Tveir menn mættu.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna stúlku sem slasaðist á fæti í Kjós. Tveir fóru á vettvang.

F1 Útkall vegna smábáts með þremur mönnum sem strandaði við Brimnes. Þrír Kjalarmenn fóru á vettvang ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F2 Leit að ungu barni í Árbæ. Tvö fjórhjólateymi voru á leiðinni í leit, þegar barnið fannst heilt á húfi.

F1 Útkall vegna manns sem lenti í snjóflóði í Skálafelli. Fjórhjól og Kjölur 1 með þremur mönnum fóru á staðinn.

F3 Gæsla við eldgosið í Geldingadölum. Tvö fjórhjólateymi stóðu síðdegis- og kvöldvakt ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F2 Útkall vegna leitar að barni í Reykjanesbæ. Fjórir menn lögðu af stað til leitar en viðkomandi fannst fljótlega heill á húfi.

F2 Leit að göngumanni á gossvæðinu við Geldingardal. Tveir menn og leitarhundur mættu til Grindavíkur en viðkomandi var þá fundinn.

F2 Útkall vegna eldgosins í Geldingardal. Fjórir Kjalarmenn á fjórhjólum og jeppa sinntu leit og gæslu fram eftir nóttu.

F2 Útkall vegna áreksturs tveggja bíla á vesturlandsvegi við Dalsmynni. Einn fór á slysstað á Kjöl 2.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda á Kjalarnesi. Einn Kjalarmaður fór á staðinn.

F1 Útkall vegna fæðingar í heimahúsi í Kjós. Móður og barni heilsaðist vel, þegar að var komið.

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes, sem stóð í 13 klst. Mikil veðurhæð var á svæðinu og blint. Fjórir menn og tveir bílar mættu.

F2 Leit að alzheimer sjúklingi á höfuðborgarsvæðinu. Fimm manns voru lagðir af stað á hjólum og bíl þegar viðkomandi fannst.

F1 Útkall vegna leitar við Kleifarvatn. Tvö fjórhjólateymi voru lögð af stað þegar viðkomandi fannst.

F2 Útkall vegna áreksturs á vesturlandsvegi við Hvalfjarðarveg. Fundur var í bækistöð og því stutt viðbragð, tveir bíla og alls fimm menn.

F3 Útkall til aðstoðar lögreglu vegna göngumanns hugsanlega í vanda í Hvalfirði. Þrír menn voru farnir af stað þegar afturköllun barst.

F2 Útkall vegna áreksturs á vesturlandsvegi. Einn fór á meintan vettvang, en staðsetning reyndist röng og í kjölfarið afturkallað.

F1 Útkall vegna áreksturs tveggja bíla á vesturlandsvegi við Grundarhverfi. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna slasaðan einstakling. Tveir menn fóru á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda á Kjalarnesinu. Einn maður fór á staðinn.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna meðvitundarleysis í Kjós. Þrír menn fóru á staðinn.

F1 Útkall vegna yfirvofandi fæðingar í heimahúsi á Kjalarnesi. Tveir menn fóru á staðinn en barnið ákvað að taka því rólega.

F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist við Kerhólakamb í Esju. Þrír menn mættu en þyrla LHG sótti viðkomandi.

F1 Útkall vegna tveggja göngumanna sem slösuðust við Móskarðshnjúka. Kjölur 1 og fjórhjól fóru í útkallið með þremur mönnum.

F2 Útkall vegna veikinda í heimahúsi á Kjalarnesi. Tveir menn fóru ásamt öðrum viðbragðsaðilum á vettvang.