Útköll 2021


Kjölur fór í alls 84 útköll á árinu að gosvöktum og -útköllum meðtöldum. Útköll vegna veikinda og slysa á Kjalarnesi og í Kjós voru 42.

F3 Útkall til aðstoðar slökkviliðinu vegna sinuelda sem loguðu víða um borgina. Þrír Kjalarmenn voru að fram eftir nýársnótt.

F2 Leit að manni sem óttast var um við Elliðaárdal. Tvö fjórhjólateymi og einn göngumaður leituðu á svæðinu.

F2 Útkall vegna gruns um að lítil flugvél hefði brotlent við Skálafell. Tvö fjórhjólateymi, SHS og fleiri leituðu af sér allan grun á svæðinu.

F2 Leit að ungum manni á suðvestur horninu. Kjölur leitaði með tveimur fjórhjólum og einum jeppa á höfuðborgarsvæðinu fram eftir kvöldi.

F2 Útkall vegna leitar á höfuðborgarsvæðinu að unglingsstúlku sem óttast var um. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar.

F2 Útkall vegna leitar að manni í Reykjavík sem óttast var um. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar. Viðkomandi fannst heill á húfi skömmu síðar.

F3 Útkall vegna bíla í vandræðum í hálku og snjókomu á Mosfellsheiði. Kjölur sendi mannskap og bíl til aðstoðar.

F2 Útkall vegna mikils hvassviðris á höfuðborgarsvæðinu. Kjölur fór í fokverkefni við Hvalfjarðargöng og í Mosfellsbæ.

F2 Útkall vegna útaf aksturs norðan við Hvalfjarðargöng. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F2 Útkall vegna leitar að barni. Allar björgunarsveitir á höfuðborgarsvæðinu voru boðaðar. Tvö Kjalar fjórhjólateymi fóru til leitar

F2 Útkall vegna alvarlegs umferðarslyss á Hvalfjarðarvegi í Kjós. Tveir Kjalarmenn fóru á vettvang.

F2 Útkall vegna einstaklings sem slasaðist við útivistariðju á Kjalarnesinu. Tveir fóru á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í Kjós. Einn fór á staðinn.

F4 Gæsla vegna gossins í Geldingadölum. Tveir félagar stóðu síðastu vakt björgunarsveita en engin virkni hefur verið í 4 vikur.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í Grundarhverfi. Þrír Kjalarmenn fóru á vettvang.

F4 Gæsla á gossvæðinu við Fagradalsfjall. Lítil virkni var í gígnum en tveir Kjalarmenn voru á kvöldvakt.

F1 Útkall vegna áreksturs þriggja bíla á vesturlandsvegi í Kollafirði. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F2 Leit að einhverfum einstaklingi á sunnanverðu höfuðborgarsvæðinu. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar.

F2 Útkall vegna bíls sem lenti utanvegar og valt á vesturlandsvegi við Saltvík. Einn fór á vettvang.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í Kjós. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F2 Leit að heilabiluðum einstaklingi í Garðabæ. Tvö fjórhjólateymi voru lögð af stað þegar viðkomandi fannst heill á húfi.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í heimahús á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna einstaklings í krampa. Einn fór á vettvang.

F2 Leit að göngumanni sem villtist í slæmu veðri efst á Esjunni. Tvö fjórhjólateymi mættu í aðgerðina.

F4 Gosvakt við Geldingardali. Tveir Kjalarmenn voru ásamt öðrum á kvöldvakt vegna lokunar á leið A.

F2 Útkall á vegnum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna geðrænna vandamála. Einn maður fór á staðinn.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í Kjós. Einn maður fór á staðinn.

F2 Útkall þegar bíll með þremur mönnum valt á Brautarholtsvegi. Tveir Kjalarmenn mættu á slysstað.

F2 Leit að ungri stúlku á höfuðborgarsvæðinu. Þrír Kjalarmenn fóru til leitar á fjórhjólum og jeppa.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í Kjós. Einn maður fór á staðinn.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda á Kjalarnesi. Einn maður fór á vettvang.

F2 Leit að tveimur hjólreiðamönnum sem höfðu villst við Svínaskarð. Tveir Kjalarmenn fóru til leitar.

F2 Leit að eldri heilabiluðum manni á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar.

F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist á fæti við Móskarðahnjúka. Tvö fjórhjólateymi fóru á vettvang.

F2 Útkall vegna vörubíls sem valt í Kjós. Tveir menn fóru á staðinn. Sem betur fer urðu ekki slys á fólki.

F4 Gæsla á gossvæðinu við Geldingardal. Tveir félagar stóðu dagvakt og fóru m.a. í eina leit af villtum ferðamanni.

F2 Útkall vegna áreksturs á gatnamótum vesturlandsvegar og Hvalfjarðarvegar. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda á Kjalarnesinu. Einn maður fór á vettvang.

F2 Útkall vegna göngumanns sem villtist í þoku við Móskarðshnjúka. Fjórhjólateymi fór og aðstoðaði göngumanninn niður.

F2 Útkall á vegnum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í Kjós. Tveir Kjalarmenn fóru á staðinn.

F4 Gæsla á gossvæðinu við Geldingardal. Tveir félagar stóðu dagvakt í Nátthaga og Merardölum.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í heimahúsi á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.

F2 Leit að ferðamanni við gosstöðvarnar. Kjalar hundateymi og aðgerðastjórnandi voru við leit þar til maðurinn fannst um kvöldið.

F2 Útkall vegna ökumanns sem missti stjórn á bíl sínum í Hvalfjarðargöngunum. Tveir fóru á vettvang.

F2 Útkall vegna áreksturs þriggja bíla í Hvalfjarðargöngum. Tveir félagar fóru á slysstað á Kjöl 1.

F1 Útkall vegna einstaklings sem slasaðist við fall við Meðalfellsvatn í Kjós. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F3 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist við Þverfellshorn. Einn Kjalarmaður á fjórhjóli fór í flutning.

F1 Útkall vegna fólks í lekum bát á Þingvallavatni. Tvö jetskíði með þriggja manna áhöfn voru farin úr húsi þegar var afturkallað.

F1 Útkall vegna göngumanns sem féll fram af klettum í Kjós. Sjö Kjalarmenn á öllum ökutækjum sveitarinnar fóru á vettvang.

F3 Aðstoð við lögreglu höfuðborgarsvæðisins vegna vísbendingaleitar við Elliðaá. Einn félagi fór til leitar.

F4 Gæsla á gossvæðinu við Geldingadal. Fjórir félagar stóðu kvöldvaktina og fylgdust með gasmælingum, gestum og hraunrennsli.

F1 Útkall vegna yfirvofandi fæðingar á vesturlandsvegi sem var afturkallað fljótlega. Einn Kjalarmaður fór af stað úr húsi.

F1 Útkall vegna ökumanns á vesturlandsvegi sem veiktist skyndilega. Tveir menn fóru á vettvang.

F4 Gæsla á gossvæðinu við Geldingadali. Fimm Kjalarmenn sinntu kvöldvakt og fylgdust með hraunrennsli og gestum í góðu veðri.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda á Kjalarnesi. Einn maður fór á vettvang.

F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist á fæti við Þverfellshorn. Tvö fjórhjólateymi fóru á slysstað, alls þrír menn.

F3 Gosvakt við Geldingadali. Kvöld og næturvakt með fjórum mönnum. Sinna þurfti tveimur fótbrotum auk gasmælingar og gæslu.

F2 Útkall vegna gróðurelda í Heiðmörk. Tvö fjórhjólateymi fóru til aðstoðar SHS við flutning á slökkvibúnaði fram eftir kvöldi.

F2 Útkall vegna bíls sem lenti á ljósastaur á vesturlandsvegi við Grundarhverfi. Tveir Kjalarmenn fóru á slysstað.

F1 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna meðvitundarleysis í Grundarhverfi. Tveir menn mættu.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna stúlku sem slasaðist á fæti í Kjós. Tveir fóru á vettvang.

F1 Útkall vegna smábáts með þremur mönnum sem strandaði við Brimnes. Þrír Kjalarmenn fóru á vettvang ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F2 Leit að ungu barni í Árbæ. Tvö fjórhjólateymi voru á leiðinni í leit, þegar barnið fannst heilt á húfi.

F1 Útkall vegna manns sem lenti í snjóflóði í Skálafelli. Fjórhjól og Kjölur 1 með þremur mönnum fóru á staðinn.

F3 Gæsla við eldgosið í Geldingadölum. Tvö fjórhjólateymi stóðu síðdegis- og kvöldvakt ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F2 Útkall vegna leitar að barni í Reykjanesbæ. Fjórir menn lögðu af stað til leitar en viðkomandi fannst fljótlega heill á húfi.

F2 Leit að göngumanni á gossvæðinu við Geldingardal. Tveir menn og leitarhundur mættu til Grindavíkur en viðkomandi var þá fundinn.

F2 Útkall vegna eldgosins í Geldingardal. Fjórir Kjalarmenn á fjórhjólum og jeppa sinntu leit og gæslu fram eftir nóttu.

F2 Útkall vegna áreksturs tveggja bíla á vesturlandsvegi við Dalsmynni. Einn fór á slysstað á Kjöl 2.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda á Kjalarnesi. Einn Kjalarmaður fór á staðinn.

F1 Útkall vegna fæðingar í heimahúsi í Kjós. Móður og barni heilsaðist vel, þegar að var komið.

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes, sem stóð í 13 klst. Mikil veðurhæð var á svæðinu og blint. Fjórir menn og tveir bílar mættu.

F2 Leit að alzheimer sjúklingi á höfuðborgarsvæðinu. Fimm manns voru lagðir af stað á hjólum og bíl þegar viðkomandi fannst.

F1 Útkall vegna leitar við Kleifarvatn. Tvö fjórhjólateymi voru lögð af stað þegar viðkomandi fannst.

F2 Útkall vegna áreksturs á vesturlandsvegi við Hvalfjarðarveg. Fundur var í bækistöð og því stutt viðbragð, tveir bíla og alls fimm menn.

F3 Útkall til aðstoðar lögreglu vegna göngumanns hugsanlega í vanda í Hvalfirði. Þrír menn voru farnir af stað þegar afturköllun barst.

F2 Útkall vegna áreksturs á vesturlandsvegi. Einn fór á meintan vettvang, en staðsetning reyndist röng og í kjölfarið afturkallað.

F1 Útkall vegna áreksturs tveggja bíla á vesturlandsvegi við Grundarhverfi. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna slasaðan einstakling. Tveir menn fóru á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda á Kjalarnesinu. Einn maður fór á staðinn.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna meðvitundarleysis í Kjós. Þrír menn fóru á staðinn.

F1 Útkall vegna yfirvofandi fæðingar í heimahúsi á Kjalarnesi. Tveir menn fóru á staðinn en barnið ákvað að taka því rólega.

F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist við Kerhólakamb í Esju. Þrír menn mættu en þyrla LHG sótti viðkomandi.

F1 Útkall vegna tveggja göngumanna sem slösuðust við Móskarðshnjúka. Kjölur 1 og fjórhjól fóru í útkallið með þremur mönnum.

F2 Útkall vegna veikinda í heimahúsi á Kjalarnesi. Tveir menn fóru ásamt öðrum viðbragðsaðilum á vettvang.