Útköll 2022

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna einstaklings í krampa í Kjós. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist á fæti ofarlega í Esju. Tvö fjórhjólateymi fóru á staðinn með sjúkraflutningamönnum.

F2 Útkall vegna manns sem féll við innandyra og slasaðist á höfði í Kjós. Tveir menn fóru á vettvang.

F2 Útkall vegna drengs sem féll í klettum í Kjós og slasaðist á höfði. Tveir Kjalarmenn fóru á staðinn.

F3 Útkall á vegnum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í heimahúsi á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.

F4 Einn Kjalarmaður á fjórhjóli var á gosvakt í Meradölum og sinnti fyrstu hjálp ásamt almennri aðstoð gesta.

F2 Útkall vegna andlegra veikindi hjá einstaklingi á Kjalarnesinu. Einn maður fór á vettvang.

F4 Gosvakt í Meradölum. Fimm menn, jeppi og tvö fjórhjól voru á vakt um kvöldið og fram á nótt á gossvæðinu.

F1 Útkall vegna einstaklings sem fór í krampa í dreifbýlinu á Kjalarnesi. Einn vettvangsliði fór á vettvang.

F2 Leit við gosstöðvarnar að hröktum og villtum göngumönnum. Tvö fjórhjólateymi voru á leiðinni þegar öllum hafði verið bjargað.

F3 Gosvakt við Meradali. Eitt fjórhjólateymi var á næturvakt fram eftir morgni og aðstoðaði göngumenn.

F2 Útkall þegar umferðarslys með 5 bílum varð í Kollafirði. Tveir menn fóru til aðstoðar á slysstað og komu að flutning óslasaðra.

F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist á fæti við fossin Glym í Hvalfirði. Einn Kjalarmaður fór á slysstað.

F3 Útkall þegar göngumaður slasaðist á fæti í Botni Hvalfjarðar. Þrír Kjalarmenn fóru ásamt öðrum sveitum til aðstoðar.

F2 Leit að ungri stúlku í Grafarvogi. Eitt fjórhjólateymi lagði af stað í leitina en viðkomandi fannst heill á húfi skömmu síðar.

F2 Útkall vegna tveggja göngumanna sem slösuðust við Glym í Hvalfirði. Tveir Kjalarmenn fóru á staðinn.

F1 Útkall vegna öndunarerfiðleika hjá bílstjóra sem átti leið um Kjalarnes. Tveir menn fóru á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í Kjós. Einn fór á vettvang.

F2 Leit að einstaklingi með heilabilun í Hafnarfirði. Eitt fjórhjólateymi fór til leitar, aðrir voru við gæslu á Sjómannadaginn.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, þegar einstaklingur slasaðist eftir fall. Einn fór á vettvang.

F2 Leit að göngumanni sem villtist vegna þoku og örmagnaðist á Hengilsvæðinu. Tveir Kjalarmenn fóru til leitar.

F2 Leit að konu með heilabilun í Reykjavík. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar á svæðinu í kringum Mjódd.

F1 Útkall vegna manneskju sem fór í sjóinn við Geldinganes. Tvö jetskíði voru að gera sig klár þegar viðkomandi sneri til lands aftur.

F2 Leit að barni á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar. Barnið kom fram heilt á húfi skömmu síðar.

F2 Útkall þegar göngumaður slasaðist ofarlega í Esju. Tvö fjórhjólateymi fóru til aðstoðar sjúkraflutningamönnum.

F2 Leit að manni í Öskjuhlíð sem óttast var um. Eitt fjórhjólateymi frá Kili fór til leitar ásamt öðrum leitarmönnum.

F2 Framhald var gert á leitinni frá deginum áður, eftir að nýjar vísbendingar bárust. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar.

F2 Leit að konu sem saknað var á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar. Leit bar ekki árangur.

F2 Leit að alzheimerssjúklingi á höfuðborgarsvæðinu. Tvö Kjalar fjórhjólateymi fóru til leitar.

F2 Gróðureldar í Hvalfirði. Kjölur sendi bíl og mannskap til aðstoðar slökkviliðseiningunni á Kjalarnesi. Eldur reyndist minniháttar.

F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist á fæti í Esjunni. Tvö fjórhjólateymi fóru til aðstoðar sjúkraflutningamönnum.

F2 Útkall vegna tveggja bíla áreksturs á vesturlandsvegi við Grundarhverfi. Fjórir Kjalarmenn mættu á vettvang.

F2 Hættustig vegna reyks um borð í farþegavél sem í kjölfarið lenti í Keflavík. Kjölur var með einn hóp tilbúinn þegar útkallið var afturkallað.

F3 Lokun vesturlandsvegar um Kjalarnes vegna veðurs og færðar. Vegurinn var lokaður tvisvar í stutta stund.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna öndunarerfiðleika hjá barni í Kjós. Einn fór á vettvang.

F2 Útkall til aðstoðar lögreglu og sjúkraflutningum í Grundarhverfi. Þrír menn fóru á vettvang á Kjöl 2.

F3 Útkall vegna þriggja ökutækja sem fóru útaf veginum í mikilli hálku og vindi í Kjós. Fólkið var selflutt til síns heima.

F3 Útkall vegna bíls sem festi sig í snjó á Kjósarskarðsvegi. Tveir menn fóru á staðinn á Kjöl 1 en bíllinn var þá laus og farinn.

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna hríðarveðurs og veðurhæðar. Lokun stóð í rúmlega 5 klst.

F3 Útkall vegna tveggja bíla í vandræðum vegna snjóa á vesturlandsvegi. Festan leystist áður en Kjölur kom á staðinn.

F3 Framhaldsleit að manni sem saknað er við Kópavog. Fjórir leituðu strandlengjuna frá Fossvogi að Garðabæ m.a. á sæþotum.

F3 Viðbragðsstaða og lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna veðurs og umferðaóhapps. Viðbragðspóstur stóð í rúma 6 klst.

F3 Appelsínugul veðurviðvörun. Fastir bílar á Kjalarnesi og í Kjós og umferðaóhapp meðal verkefna. Mesta hviða 57 m/sek við Tíðaskarð.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í heimahúsi í Grundarhverfi. Einn fór á vettvang.

F1 Útkall vegna skyndilegra veikinda í heimahúsi á Kjalarnesi. Tveir menn fóru á vettvang.

F3 Aðstoð í Svínahrauni og Þrengslum vegna bíla sem höfðu verið yfirgefnir vegna ófærðar deginum áður. Mokstur og fólksflutningar.

F3 Útkall vegna rauðrar veðurviðvörunar. Viðbragðsstaða og eitt fokverkefni leyst. Hviður fóru í 50 m/sek við Skrauthóla.

F3 Lokun á vesturlandsvegi við Grundarhverfi í báðar áttir vegna veðurs – rauð veðurviðvörun. Lokun stóð í 6 klst.

F3 Ófærð á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar hvassviðris og skafrennings. Kjölur sinnti verkefnum á Kjalarnesi og í Kjós fram á nótt.

F3 Lokun vesturlandsvegar um Kjalarnes vegna umferðaróhapps í slæmu veðri. Í kjölfarið var farið til/frá Esjumela með fylgdarakstur.

F3 Ófærðarverkefni af ýmsu tagi í um 8 klst meðan hríðarveður gekk yfir. Kjölur 1 sinnti verkefnum milli Tíðaskarðs og Mosfellsbæjar.

F3 Lokun vesturlandsvegar við Grundarhverfi vegna veðurs. Gul viðvörun vegna hríðarveðurs. Lokun stóð í um 22 klst.

F2 Útkall vegna bílveltu innst í Hvalfirði. Einn maður fór á vettvang ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnesi vegna appelsínugulrar/rauðrar veðurviðvörunar. Vegurinn var lokaður í um 6 klst.

F3 Leit að þeim sem voru í flugvélinni sem fórst á Þingvallavatni. Fjórir fóru til eftirleitar á og við vatnið með tvö jetskíði.

F2 Leit að Cessna flugvél á Þingvallasvæðinu. Þrír hópar Kjalarmanna leituðu fram á nótt á fjórhjólum og jeppum.

F2 Útkall þegar bifreið lenti utanvegar á vesturlandsvegi við Grundarhverfi. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.

F2 Leit á sjó að skipverja eftir bátsstrand við Engey. Kjölur jetskíði fór til leitar. Maðurinn fannst látinn.

F2 Leit að konu í Kópavogi sem óttast var um. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar ásamt öðrum björgunarsveitum.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna barns sem slasaðist utandyra. Tveir fóru til aðstoðar.

F3 Björgun á verðmætum, þegar flutningabíll valt með fullfermi af ísuðum fiski. Fimm manns unnu með öðrum langt fram á nótt.

F3 Kröpp lægð á höfuðborgarsvæðinu. Þrír menn fóru í fokverkefni í Mosfellsbæ, þrír aðrir Kjalarmenn voru í viðbragðsstöðu í bækistöð.

F3 Útkall vegna fokverkefna á Kjalarnesinu í NA fárviðri. Alls komu fimm menn að í tveimur hópum.

Útköll eftir árum: