Kjölur tók þátt í 99 útköllum á árinu, að gosvöktum og veglokunum meðtöldum. Þar af voru 38 útköll vegna slysa og bráðaveikinda.
F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í Grundarhverfi. Þrír Kjalarmenn fóru á vettvang.
F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverkst í dreifbýli Kjalarness. Einn fór á vettvang.
F2 Leit að einhverfum ungum manni í Kópavogi. Einn Kjalarmaður var farinn af stað í leit þegar viðkomandi fannst heill á húfi.
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í Grundarhverfi. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.
F2 Leit að örvingluðum manni í Breiðholti. Tvö fjórhjólateymi voru lögð af stað í bæinn rétt áður en maðurinn fannst.
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í dreifbýli á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.
F2 Leit að þroskaskertu barni í Hafnarfirði. Tveir félagar voru lagðir af stað þegar viðkomandi fannst heill á húfi.
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna líkamsárásar. Tveir menn fóru á vettvang.
F2 Útkall vegna sendibíls sem fór út af vesturlandsvegi og valt í óveðri. Tveir menn fóru á vettvang.
F3 Lokanir á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna veðurs. Kjölur sinnti lokunarpósti við Grundarhverfi sem teygði sig yfir 34 klst lotu.
F3 Ófærð á Suðurnesjunum. Þrír menn fóru suður til þess að létta undir með björgunarsveitum á heimasvæði.
F3 Útkall vegna veikinda í Grundarhverfi. Viðkomandi var fluttur til móts við sjúkrabíl þar sem vesturlandsvegur var lokaður.
F3 Útkall vegna fastra bíla í Hvalfirði og á Kjalarnesi. Slæmt veður var á svæðinu með snjósöfnun og blindu. Tveir fóru í verkefnin.
F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna snjóa og blindu. Lokunarpóstur við Klébergsskóla í um 15 klst.
F2 Hættustig rauður þegar Air Bus flugvél sendi út neyðarkall eftir flugtak frá Keflavík. Þrír menn lögðu af stað þegar lækkað í óvissustig.
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bílveltu í Kollafjarðarbotni. Einn fór á slysstað.
F3 Eftirgrennslan vegna ljósagangs á sjó í Kollafjarðarbotni. Einn aðili var lagður af stað þegar afturkallað – talið jólaskraut á stöpli.
F2 Leit að unglingsstúlku í Garðabæ. Fjórir menn á fjórhjóli og jeppa voru á leið í leit, þegar stúlkan fannst.
F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda barns í Kjós. Tveir menn fóru á staðinn.
F1 Útkall þegar gangandi vegfarandi varð fyrir bíl við Grundarhverfi. Tveir menn fóru á slysstað.
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna geðrænna veikinda. Tveir menn fóru á vettvang.
F2 Útkall vegna einstaklings sem slasaðist eftir fall utandyra í Grundarhverfi. Einn maður fór á vettvang.
F3 Útkall vegna foktjóns á hlöðu í Kjós. Hvöss NA-átt var á svæðinu. Þrír Kjalarmenn fóru á staðinn og tryggðu ástand.
F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.
F3 Framhaldsleit að manni sem saknað er úr Vogahverfinu. Fjórhjól og jetskíði leituðu með fjörum frá Elliðavogi út fyrir Geldinganes.
F3 Framhaldsleit að manni sem saknað var við Vogahverfi. Jetskíðin leituðu hluta af Elliðavogi og -ósa, alls þrír menn.
F2 Leit að manni sem óttast var um á Hafnarfjarðarsvæðinu. Fjórir fóru til leitar á jeppa og fjórhjólum.
F1 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda í dreifbýli á Kjalarnesi. Tveir menn fóru á staðinn.
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna andlegra veikinda á Kjalarnesi. Tveir menn fóru á vettvang.
F2 Leit að ungu barni sem hafði ekki skilað sér heim eftir íþróttaæfingu á Hafnarfjarðarsvæðinu. Tveir menn fóru til leitar.
F2 Útkall vegna bifreiðar sem fór út af veginum og valt á Hvalfjarðarvegi í Kjós. Tveir Kjalarmenn fóru á vettvang.
F2 Útkall vegna bíls sem fauk í hvassviðri og valt á annan bíl á vesturlandsvegi. Tveir menn fóru á vettvang.
F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna veðurhæðar við Esjuberg. Vegurinn var lokaður í nær 7 klst en hjáleið um Kjósarskarð.
F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.
F1 Útkall vegna meðvitundarleysis. Afturkallað þegar sjúklingur var kominn að Esjumela sem farþegi í bíl. Þrír Kjalarmenn lögðu af stað.
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda á Kjalarnesi. Einn maður fór á vettvang.
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna einstaklings í krampa í Kjós. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.
F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist á fæti ofarlega í Esju. Tvö fjórhjólateymi fóru á staðinn með sjúkraflutningamönnum.
F2 Útkall vegna manns sem féll við innandyra og slasaðist á höfði í Kjós. Tveir menn fóru á vettvang.
F2 Útkall vegna drengs sem féll í klettum í Kjós og slasaðist á höfði. Tveir Kjalarmenn fóru á staðinn.
F3 Útkall á vegnum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í heimahúsi á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.
F4 Einn Kjalarmaður á fjórhjóli var á gosvakt í Meradölum og sinnti fyrstu hjálp ásamt almennri aðstoð gesta.
F2 Útkall vegna andlegra veikindi hjá einstaklingi á Kjalarnesinu. Einn maður fór á vettvang.
F4 Gosvakt í Meradölum. Fimm menn, jeppi og tvö fjórhjól voru á vakt um kvöldið og fram á nótt á gossvæðinu.
F1 Útkall vegna einstaklings sem fór í krampa í dreifbýlinu á Kjalarnesi. Einn vettvangsliði fór á vettvang.
F2 Leit við gosstöðvarnar að hröktum og villtum göngumönnum. Tvö fjórhjólateymi voru á leiðinni þegar öllum hafði verið bjargað.
F3 Gosvakt við Meradali. Eitt fjórhjólateymi var á næturvakt fram eftir morgni og aðstoðaði göngumenn.
F2 Útkall þegar umferðarslys með 5 bílum varð í Kollafirði. Tveir menn fóru til aðstoðar á slysstað og komu að flutning óslasaðra.
F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist á fæti við fossin Glym í Hvalfirði. Einn Kjalarmaður fór á slysstað.
F3 Útkall þegar göngumaður slasaðist á fæti í Botni Hvalfjarðar. Þrír Kjalarmenn fóru ásamt öðrum sveitum til aðstoðar.
F2 Leit að ungri stúlku í Grafarvogi. Eitt fjórhjólateymi lagði af stað í leitina en viðkomandi fannst heill á húfi skömmu síðar.
F2 Útkall vegna tveggja göngumanna sem slösuðust við Glym í Hvalfirði. Tveir Kjalarmenn fóru á staðinn.
F1 Útkall vegna öndunarerfiðleika hjá bílstjóra sem átti leið um Kjalarnes. Tveir menn fóru á vettvang.
F1 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í Kjós. Einn fór á vettvang.
F2 Leit að einstaklingi með heilabilun í Hafnarfirði. Eitt fjórhjólateymi fór til leitar, aðrir voru við gæslu á Sjómannadaginn.
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins, þegar einstaklingur slasaðist eftir fall. Einn fór á vettvang.
F2 Leit að göngumanni sem villtist vegna þoku og örmagnaðist á Hengilsvæðinu. Tveir Kjalarmenn fóru til leitar.
F2 Leit að konu með heilabilun í Reykjavík. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar á svæðinu í kringum Mjódd.
F1 Útkall vegna manneskju sem fór í sjóinn við Geldinganes. Tvö jetskíði voru að gera sig klár þegar viðkomandi sneri til lands aftur.
F2 Leit að barni á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar. Barnið kom fram heilt á húfi skömmu síðar.
F2 Útkall þegar göngumaður slasaðist ofarlega í Esju. Tvö fjórhjólateymi fóru til aðstoðar sjúkraflutningamönnum.
F2 Leit að manni í Öskjuhlíð sem óttast var um. Eitt fjórhjólateymi frá Kili fór til leitar ásamt öðrum leitarmönnum.
F2 Framhald var gert á leitinni frá deginum áður, eftir að nýjar vísbendingar bárust. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar.
F2 Leit að konu sem saknað var á höfuðborgarsvæðinu. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar. Leit bar ekki árangur.
F2 Leit að alzheimerssjúklingi á höfuðborgarsvæðinu. Tvö Kjalar fjórhjólateymi fóru til leitar.
F2 Gróðureldar í Hvalfirði. Kjölur sendi bíl og mannskap til aðstoðar slökkviliðseiningunni á Kjalarnesi. Eldur reyndist minniháttar.
F2 Útkall vegna göngumanns sem slasaðist á fæti í Esjunni. Tvö fjórhjólateymi fóru til aðstoðar sjúkraflutningamönnum.
F2 Útkall vegna tveggja bíla áreksturs á vesturlandsvegi við Grundarhverfi. Fjórir Kjalarmenn mættu á vettvang.
F2 Hættustig vegna reyks um borð í farþegavél sem í kjölfarið lenti í Keflavík. Kjölur var með einn hóp tilbúinn þegar útkallið var afturkallað.
F3 Lokun vesturlandsvegar um Kjalarnes vegna veðurs og færðar. Vegurinn var lokaður tvisvar í stutta stund.
F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna öndunarerfiðleika hjá barni í Kjós. Einn fór á vettvang.
F2 Útkall til aðstoðar lögreglu og sjúkraflutningum í Grundarhverfi. Þrír menn fóru á vettvang á Kjöl 2.
F3 Útkall vegna þriggja ökutækja sem fóru útaf veginum í mikilli hálku og vindi í Kjós. Fólkið var selflutt til síns heima.
F3 Útkall vegna bíls sem festi sig í snjó á Kjósarskarðsvegi. Tveir menn fóru á staðinn á Kjöl 1 en bíllinn var þá laus og farinn.
F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna hríðarveðurs og veðurhæðar. Lokun stóð í rúmlega 5 klst.
F3 Útkall vegna tveggja bíla í vandræðum vegna snjóa á vesturlandsvegi. Festan leystist áður en Kjölur kom á staðinn.
F3 Framhaldsleit að manni sem saknað er við Kópavog. Fjórir leituðu strandlengjuna frá Fossvogi að Garðabæ m.a. á sæþotum.
F3 Viðbragðsstaða og lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes vegna veðurs og umferðaóhapps. Viðbragðspóstur stóð í rúma 6 klst.
F3 Appelsínugul veðurviðvörun. Fastir bílar á Kjalarnesi og í Kjós og umferðaóhapp meðal verkefna. Mesta hviða 57 m/sek við Tíðaskarð.
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í heimahúsi í Grundarhverfi. Einn fór á vettvang.
F1 Útkall vegna skyndilegra veikinda í heimahúsi á Kjalarnesi. Tveir menn fóru á vettvang.
F3 Aðstoð í Svínahrauni og Þrengslum vegna bíla sem höfðu verið yfirgefnir vegna ófærðar deginum áður. Mokstur og fólksflutningar.
F3 Útkall vegna rauðrar veðurviðvörunar. Viðbragðsstaða og eitt fokverkefni leyst. Hviður fóru í 50 m/sek við Skrauthóla.
F3 Lokun á vesturlandsvegi við Grundarhverfi í báðar áttir vegna veðurs – rauð veðurviðvörun. Lokun stóð í 6 klst.
F3 Ófærð á höfuðborgarsvæðinu í kjölfar hvassviðris og skafrennings. Kjölur sinnti verkefnum á Kjalarnesi og í Kjós fram á nótt.
F3 Lokun vesturlandsvegar um Kjalarnes vegna umferðaróhapps í slæmu veðri. Í kjölfarið var farið til/frá Esjumela með fylgdarakstur.
F3 Ófærðarverkefni af ýmsu tagi í um 8 klst meðan hríðarveður gekk yfir. Kjölur 1 sinnti verkefnum milli Tíðaskarðs og Mosfellsbæjar.
F3 Lokun vesturlandsvegar við Grundarhverfi vegna veðurs. Gul viðvörun vegna hríðarveðurs. Lokun stóð í um 22 klst.
F2 Útkall vegna bílveltu innst í Hvalfirði. Einn maður fór á vettvang ásamt öðrum viðbragðsaðilum.
F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnesi vegna appelsínugulrar/rauðrar veðurviðvörunar. Vegurinn var lokaður í um 6 klst.
F3 Leit að þeim sem voru í flugvélinni sem fórst á Þingvallavatni. Fjórir fóru til eftirleitar á og við vatnið með tvö jetskíði.
F2 Leit að Cessna flugvél á Þingvallasvæðinu. Þrír hópar Kjalarmanna leituðu fram á nótt á fjórhjólum og jeppum.
F2 Útkall þegar bifreið lenti utanvegar á vesturlandsvegi við Grundarhverfi. Einn Kjalarmaður fór á vettvang.
F2 Leit á sjó að skipverja eftir bátsstrand við Engey. Kjölur jetskíði fór til leitar. Maðurinn fannst látinn.
F2 Leit að konu í Kópavogi sem óttast var um. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar ásamt öðrum björgunarsveitum.
F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna barns sem slasaðist utandyra. Tveir fóru til aðstoðar.
F3 Björgun á verðmætum, þegar flutningabíll valt með fullfermi af ísuðum fiski. Fimm manns unnu með öðrum langt fram á nótt.
F3 Kröpp lægð á höfuðborgarsvæðinu. Þrír menn fóru í fokverkefni í Mosfellsbæ, þrír aðrir Kjalarmenn voru í viðbragðsstöðu í bækistöð.
F3 Útkall vegna fokverkefna á Kjalarnesinu í NA fárviðri. Alls komu fimm menn að í tveimur hópum.