Útköll 2019

Alls 75 útköll á árinu voru mönnuð. Þar af voru 46 útköll vettvangsliða vegna bráðaveikinda og slysa á Kjalarnesi og í Kjós.

F2 Árekstur fjögurra bíla á vesturlandsvegi við Grundarhverfi. Einn Kjalarmaður mætti á slysstað ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F2 Hættustig vegna farþegaflugvélar með reyk um borð. Vélin lenti seinna heilu og höldnu á Keflavíkurflugvelli. Tveir menn fóru í útkallið.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í Grundarhverfi. Þrír menn fóru á staðinn.

F3 Lokun á vesturlandsvegi um Kjalarnes í 8 klst vegna veðurhæðar og hríðar. Appelsínugul viðvörun var í gildi á höfuðborgarsvæðinu.

F2 Útkall vegna bílveltu og áreksturs þriggja bíla á vesturlandsvegi norðan Grundahverfis. Einn maður fór á vettvang á Kjöl 1.

F2 Leit að manni sem óttast var um á höfuðborgarsvæðinu. Einn Kjalarmaður fór til leitar á Kjöl 2.

F1 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í sumarbústað í Kjós. Einn maður fór á vettvang.

F2 Leit að manni í Reykjavík og nágrenni. Tvö fjórhjólateymi frá Kili fóru til leitar ásamt öðrum leitarhópum.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna öndnarerfiðleika í Grundarhverfi. Einn maður fór á staðinn.

F2 Leit að manni sem óttast var um á höfuðborgarsvæðinu. Tveir Kjalarmenn fóru til leitar á fjórhjólum.

F1 Útkall á vegum slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í Kjós. Tveir menn lögðu af stað, seinna afturkallað.

F2 Útkall vegna slyss þegar göngumaður féll í klettum í Kjalarnesfjöru. Tveir menn fóru á vettvang.

F2 Bílvelta í Svínaskarði þar sem einn slasaðist utan alfaraleiða. Þrír Kjalarmenn mættu í útkallið með öðrum viðbragðsaðilum.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna kviðverkja í heimahúsi. Tveir menn fóru á vettvang.

F2 Leit að ungum pilti við Hafnarfjörð. Eitt fjórhjólateymi var á leið úr húsi þegar viðkomandi fannst heill á húfi.

F2 Leit að manni í Reykjavík. Tvö fjórhjólateymi voru á leið í leit þegar viðkomandi fannst af lögreglu, stuttu eftir boðun.

F2 Leit að sæfara á jetskíði sem ekki skilaði sér í höfn. Þrír menn voru tilbúnir á jetskíðum þegar viðkomandi fannst við Reykjavík.

F1 Útkall vegna báts sem óttast var um á Faxaflóa. Einn maður var að gera sig kláran á jetskíði þegar báturinn með áhöfn kom fram.

F3 Útkall vegna mótorhjólaslyss við Hengil. Einn Kjalarmaður hélt á slysstað til aðstoðar sjúkraflutningamönnum við böruburð.

F2 Tveir göngumenn í sjálfheldu í klettum við Tröllafoss í Leirvogsá. Einn Kjalarmaður fór á vettvang ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F2 Leit að konu sem óttast var um í Reykjavík. Eitt fjórhjólateymi sem losnaði úr leit í Esju fór til leitar í Reykjavík.

F2 Leit að göngumanni sem týndi slóðanum neðarlega í Esju. Afturkallað þegar fjórhjólateymi var að fara úr húsi.

F2 Göngumaður slasaðist á fæti á neðan við Þverfellshorn. Einn Kjalarmaður fór á vettvang ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F2 Tveir menn athuguðu hvort göngumenn væru í hættu, eftir að sást til ljósagangs utan alfaraleiða í Esju. Svo reyndist ekki.

F2 Útkall vegna yfirvofandi fæðingar í heimahúsi á Kjalarnesinu. Tveir Kjalarmenn keyrðu viðkomandi til móts við sjúkrabíl.

F1 Neyðarboð frá lítilli flugvél sem brotlenti á Skálafelli. Fimm manns fóru til leitar báðu megin við Móskarðshnjúka en vélin fannst fljótt úr lofti.

F2 Barn í sjálfheldu í klettum ofan við Skrauthóla í Esju. Fimm Kjalarmenn fóru í útkallið ásamt öðrum viðbragðsaðilum.

F2 Leit á landi og sjó við Grafarvog. Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar út. Eitt fjórhjólateymi fór frá Kjalarnesi.

F2 Leit að ungum pilti í Breiðholti. Einn Kjalarmaður fór til leitar. Viðkomandi fannst heill á húfi stuttu síðar.

F1 Útkall vegna meðvitundarleysis í grennd við Grundarhverfi. Sveitin var að klára vinnukvöld og fóru fimm manns í útkallið.

F2 Fjórhjólaslys á Leggjabrjót sem í fyrstu var talið vera við Botnsdal. Tveir menn lögðu af stað en voru afturkallaðir er staðsetning breyttist.

F2 Allar sveitir á höfuðborgarsvæðinu voru kallaðar til leitar við Elliðavog í Reykjavík. Tveir Kjalarmenn leituðu á fjórhjólum.

F2 Hættustig á Keflavíkurflugvelli vegna farþega flugvélar í vanda. Þrír Kjalarmenn voru að leggja af stað þegar afturkallað.

F1 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna meðvitundarleysis. Einn maður fór á vettvang.

F2 Útkall vegna slyss utan alfarleiðar á Kili. Tveir Kjalarmenn á leið á hálendisvakt með fjórhjólin brugðust við og héldu á Kjöl.

F2 Útkall vegna öndunarerfiðleika í Kjós. Einn maður fór úr húsi en viðkomandi var þá kominn framhjá Grundarhverfi.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðins vegna öndunarerfiðleika í Kjós. Tveir menn fóru á vettvang.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna trampolínslyss í Grundarhverfi. Einn maður fór á vettvang.

F1 Neyðarstig á Keflavíkurflugvelli vegna vélar með bilun í vængjabúnaði. Tveir menn voru á leið suður þegar vélin lenti heilu og höldnu.

F1 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í heimahúsi. Tveir menn mættu á staðinn.

F2 Útkall vegna bifreiðar sem lenti utan vegar í Kjós. Einn maður slasaðist. Tveir menn fóru á vettvang.

F2 útkall vegna vélarvana gúmmíbáts í Hvalfirði. Jetskíði með áhöfn voru klár til sjósetningar þegar útkallið var afturkallað.

F2 Útkall vegna bráðaveikinda og skertrar meðvitundar. Einn maður fór til móts við rútu sem viðkomandi var í.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisns vegna veikinda í heimahúsi. Einn maður fór á vettvang.

F2 Útkall til aðstoðar sjúkraflutningamanna vegna ofkælds einstaklings við sjósund í Hvalfirði. Einn maður fór á vettvang.

F2 Útkall vegna einstaklings sem slasaðist á höfði eftir slys. Tveir menn fóru á vettvang á Kjöl 2 ásamt sjúkrabíl.

F2 Bílvelta í grennd við vesturlandsveg við Saltvík. Tveir menn fóru á staðinn. Ökumaður reyndist hafa yfirgefið slysstað, óslasaður.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna blæðingar í heimahús. Einn maður fór á vettvang.

F2 Útkall vegna slyss á fólki og elds í bíl við vesturlandsveg. Einn Kjalarmaður fór á vettvang, áður en slökkvilið kom á staðinn.

F2 Útkall vegna veikinda og öndunarerfiðleika hjá ungu barni á Kjalarnesi. Tveir menn fóru á staðinn á Kjöl 2.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í grennd við Tíðaskarð. Tveir menn fóru á vettvang.

F3 Útkall vegna ungs göngumanns sem slasaðist í Esjunni. Kjalarmenn fóru á fjórhjólum ásamt SHS og sóttu viðkomandi.

F1 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna öndunarerfiðleika í Grundarhverfi. Tveir Kjalarmenn fóru á staðinn.

F2 Leit að heilabiluðum manni í Reykjavík. Þrír Kjalarmenn voru á leið í bæinn með fjórhjól þegar maðurinn fannst heill á húfi.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda á Kjalarnesi. Tveir menn fóru á staðinn.

F2 Útkall vegna yfirliðs göngumanns við Þverfellshorn í Esju. Kjölur sendi eitt fjórhjól í fjallið til aðstoðar öðrum björgum.

F1 Göngumaður sem slasaðist eftir grjóthrun við Þverfellshorn. Þrír Kjalarmenn mættu ásamt öðrum björgum..

F3 Austan stormur á Kjalarnesinu. Tvær tilkynningar um foktjón á húsum í Grundarhverfi. Alls fimm manns sinntu verkefnunum.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs Höfuðborgarsvæðisins vegna slyss í heimahúsi. Tveir menn mættu á vettvang.

F2 Útkall vegna harðrar aftanákeyrslu á Hvalfjarðarvegi. Þrír Kjalarmenn fóru á vettvang. Lítil slys urðu á fólki.

F2 Þrír menn fóru til leitar við Ölfusárbrú. Slæmt veður var á svæðinu og einnig var farið í eitt óveðursverkefni í Hveragerði.

F2 Útkall vegna einstaklings með brjóstverk við Olís á Kjalarnesi. Tveir kjalarmenn fóru á vettvang.

F2 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bráðaveikinda á Kjalarnesi. Einn fór á vettvang.

F2 Útkall vegna veikinda í heimahúsi í Grundarhverfi. Þrír Kjalarmenn fóru á vettvang á Kjöl 2.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna bílveltu í Kollafjarðarbotni. Einn fór á vettvang á Kjöl 2.

F1 Útkall vegna áreksturs tveggja bíla í Hvalfjarðargöngum. Tveir Kjalarmenn fóru á staðinn. Tveir voru fluttir á slysadeild.

F1 Útkall á vegum slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna öndunarerfiðleika í Grundarhverfi. Tveir menn fóru á vettvang.

F1 Brjóstverkur í heimahúsi í Grundarhverfi. Þrír Kjalarmenn fóru á staðinn og keyrðu sjúkling til móts við sjúkrabíl.

F2 Útkall vegna bílveltu á vesturlandsvegi norðan Grundarhverfis. Einn maður fór á vettvang.

F2 Útkall vegna veikinda í heimahúsi. Þrír menn fóru af stað en afturkallað áður en komið var á vettvang.

F3 Lokun á Vesturlandsvegi um Kjalarnes í nokkrar klst vegna veðurhæðar og erfiðar færðar.

F2 Útkall vegna rútu með ferðamönnum sem valt í vondu veðri á Vesturlandsvegi. Lítil slys urðu á fólki. Tveir Kjalarmenn fóru á slysstað.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna veikinda í Kjós. Einn maður fór á vettvang.

F1 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna brjóstverks í Kjós. Fimm menn fóru til aðstoðar.

F2 Útkall vegna einstaklings með krampa í nágrenni Grundarhverfis. Tveir menn fóru á staðinn.