Útköll 2022

F2 Leit að konu í Kópavogi sem óttast var um. Tvö fjórhjólateymi fóru til leitar ásamt öðrum björgunarsveitum.

F2 Útkall á vegum Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins vegna barns sem slasaðist utandyra. Tveir fóru til aðstoðar.

F3 Björgun á verðmætum, þegar flutningabíll valt með fullfermi af ísuðum fiski. Fimm manns unnu með öðrum langt fram á nótt.

F3 Kröpp lægð á höfuðborgarsvæðinu. Þrír menn fóru í fokverkefni í Mosfellsbæ, þrír aðrir Kjalarmenn voru í viðbragðsstöðu í bækistöð.

F3 Útkall vegna fokverkefna á Kjalarnesinu í NA fárviðri. Alls komu fimm menn að í tveimur hópum.