Nú árið er liðið .. ..

Áramót 2021-2022

Útköll sveitarinnar í ár eru orðin 84 talsins  Þar af voru 42 útköll vettvangsliða vegna bráðaveikinda og slysa á Kjalarnesi og í Kjós. 10 vaktir og útköll voru vegna eldgossins í Geldingadölum. Annað ár með Covid-19 faraldur, en sem betur fer haft lítil áhrif á viðbragðsgetu. Engin flugeldasala er hjá Kili en nokkur rótarskot til sölu. Verkefnið  rótarskot styður bæði björgunarsveitarstarf og skógrækt á Kjalarnesi. Alltaf má styrkja sveitina beint á reikning: 0315-26-26332, kennitala 690390-1089.

Gleðilega hátíð.

Á myndinni eru þær Anna Lyck Filbert og Sonja Þórey Þórsdóttir í Neyðarkallasölunni þetta árið.
Á myndinni eru þær Anna Lyck Filbert og Sonja Þórey Þórsdóttir í Neyðarkallasölunni þetta árið.