Eldgos hófst í Geldingadölum í Fagradalsfjalli um 10 km norðaustur af Grindavík föstudagskvöldið 19. mars 2021. Margir leggja leið sína í Geldingadali þessa dagana, enda eldgosið mikið sjónarspil. Björgunarsveitir standa vaktina með öðrum viðbragðsaðilum til þess að tryggja öryggi gesta. Meðal annarra hefur Kjölur verið við gæslu á svæðinu og tekið þátt í vöktum í vettvangsstjórn. Myndin er tekin við gönguleið A.
Nauðsynlegt er að vera vel búin til göngu í fjalllendi ef menn ætla að skoða gosið. Í því felst m.a. að vera með skjólgóðan og hlýjan fatnað, góða gönguskó, brodda, fullhlaðinn síma, ljós og nesti.
Gasmengun hefur verið veruleg og hættulegt að ganga í gegnum gosmökkinn vegna brennisteinsmengunar. Í lægðum getur safnast fyrir banvænt og lyktarlaust gas. Hraunjaðarinn er ótryggur vegna hrunhættu og spýjur geta skotist fram án fyrirvara.
Með skynsemi er hægt að njóta eldgossins sem best.