Útköll sveitarinnar í ár eru orðin 86 talsins Þar af voru 42 útköll vettvangsliða vegna bráðaveikinda og slysa á Kjalarnesi og í Kjós. Covid-19 hefur ekki haft teljandi áhrif á viðbragðsgetu. Flest annað sem tengist starfinu hefur þó verið verulega skert – námskeið og æfingar í lágmarki og tækifæri til fjáröflunar mjög takmarkaðir.
Kjölur er, eins og flestir vita, hættur flugeldasölu en er í ár með nokkur rótarskot til sölu. Með kaupum á rótarskoti er hægt að „slá tvær flugur í einu höggi“ og styðja við bæði skógrækt og björgunarsveitarstarf á Kjalarnesinu.
Rótarskotið kostar 3.990 kr og hægt er að nálgast þau að Esjugrund 35 í Grundarhverfi (hægt er að greiða með reiðufé eða millifærslu) Einnig má styrkja sveitina beint á reikning: 0315-26-26332, kennitala 690390-1089.
Gleðilega hátíð.