Hálendisvakt

Síðastliðna helgi lauk hálendisvakt björgunarsveita þetta sumarið. Björgunarsveitir skiptast á, viku í senn á fjórum stöðum: norðan Vatnajökuls, að Fjallabaki, á Sprengisandi auk Skaftafells. Verkefnin eru fjölbreytt en ganga almennt út á slysavarnir, að vera til taks og stytta viðbragð sem ella þyrfti að koma úr byggð.

Kjölur tók tvær vaktavikur í ágúst, þá fyrri í Skaftafelli og síðustu vaktavikuna að Fjallabaki, með liðsauka frá björgunarsveitinni Dagrenningu á Hólmavík. Veður var með ágætum á báðum stöðunum, slangur af ferðamönnum og ýmis verkefni voru farsællega leyst. Myndir

Eins og undanfarin ár, styrktu Matfugl, MS, Myllan og Stjörnugrís okkur með skrínukost fyrir vaktirnar og fá þeir okkur bestu þakkir fyrir.