Lægðagangur á Þorra og Góu

Verkefnislota hjá Björgunarsveitum vegna óveðurs og ófærðar hefur verið löng og ströng undanfarnar vikur og enn ekki hægt að loka þeim kafla. Lægðirnar eru í langri röð suðvestur af landinu og viðbúið að einhverjar björgunarsveitir þurfi aftur að henda sér í gallann á næstunni.

Snjóalög eru víða óstöðug og m.a. hafa fallið snjóflóð í lág Esjunni og við Búahamra. Um að gera fyrir útivistarfólk að hafa varan á því jafnvel litlar spýjur geta valdið slysi.

https://www.facebook.com/profile.php?id=100041307525297