70 ára afmæli björgunarsveitarinnar Kjölur

Björgunarsveitin Kjölur á 70 ára afmæli í dag,  29. desember 2019.  Sá dagur árið 1949 markar upphaf sögu slysavarna og björgunarstarfa á Kjalarnesi. Stofnfundur  slysavarnadeildar á Kjalarnesinu var haldinn að Klébergi  og mættu um 60 manns á fundinn.  Slysavarnadeildin beitti sér strax fyrir því að stofnuð yrði björgunarsveit innan deildarinnar og að fluglínutæki  fengist í hreppinn.  Mikill kraftur var í starfinu frá upphafi og nánast allir íbúar Kjalarnesshrepps félagsmenn. Haldið var námskeið í fyrstu hjálp, farið í leitir og þrýst á úrbætur í brunavörnum og endurbótum í  símamálum.  Í janúar 1952 var fyrsta stóra verkefni  slysavarnadeildarinnar þegar farþega- og flutningaskipið… ‹ Lesa Meira

Vegalokunarskilti við Grundarhverfi

Skilti sem auðveldar vegfarendum að komast í skjól á sem öruggastan hátt, var nýverið tekið í gagnið við Klébergsskóla á Kjalarnesinu. Skiltið er sett upp af Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins, í samvinnu við Rauða krossinn og Kjöl, staðsett við Grundarhverfi og er m.a. virkjað þegar vesturlandsvegur lokast. Í skólanum er hægt að fá húsaskjól, næringu og frekari aðstoð eftir þörfum og sjá sjálfboðaliðar Rauða Krossins sem jafnframt eru starfsmenn skólans um mönnun. Mikilvægt er að virða vegalokanir, en allur akstur er bannaður á leiðum meðan lokanir standa yfir. Á myndinni má sjá skiltið við Klébergsskóla. ‹ Lesa Meira

Hálendisvakt að Fjallabaki

Nýr Kjölur 1 var með í för þegar sveitin stóð hálendisvaktina að Fjallabaki, vikuna 11.-18. ágúst. Eins og við var að búast, stóð bíllinn sig vel og mörg tækifæri gáfust til þess að þjálfa akstur við krefjandi aðstæður. Vaktin var einnig nýtt til þess að æfa og fara yfir búnað, kynna sér svæðið og rækta félagslega þáttinn. Alls voru sex Kjalarmenn og einn félagi björgunarsveitarinnar á Eyrarbakka á vaktinni og sinntu þeim verkefnum sem upp komu: veikindi, fastir bílar, slys, bílaaðstoð og upplýsingagjöf. Veður var svalt og hvasst flesta daga, miklir þurrkar á hálendinu og moldar-/sandfok sem gerði tjaldbúum, göngu- og… ‹ Lesa Meira

Nýr Kjölur 1 afhentur

Sveitin fékk nýjan Kjöl 1 afhentann á Selfossi í dag, föstudag 12.7.   Bíllinn er Ford F-350, 40" breyttur, með húsi og voru allar breytingar framkvæmdar á Selfossi og í Þorlákshöfn. Örtölvur sáu um rafmagnsvinnu, SB Skiltagerð ehf merkingar og ÍB upphækkun og fjöðrun. Nýr Kjölur 1 leysir af hólmi eldri 38" Ford Econoline bíl sveitarinnar sem skemmdist í vetur. Eftir er að setja allan lausan búnað í nýja bílinn og gera hann útkallsklárann en Kjölur 1 mun í framhaldinu fá eldskírn sína á hálendisvakt að Fjallabaki á næstu dögum. Á myndinni eru þeir Ingimar frá IB og Eyjólfur frá Örtölvum… ‹ Lesa Meira

Höfðingleg gjöf

Slysavarnardeildin í Reykjavík kom í gærkvöldi færandi hendi til okkar, deildin færði okkur peningastyrk til kaupa á nýrri bifreið sem kemur í staðinn fyrir Econoline sem skemmdist í vetur. Takk kærlega fyrir komuna og höfðinglegan styrk Á myndinni má sjá Eddu Guðmundsdóttur formann slysavarnardeildarinnar og Brynjar Bjarnason formann Kjalar. ‹ Lesa Meira

Kjölur 1 úr leik

Í febrúarmánuði urðum við fyrir því óhappi að missa stóra jeppan okkar, Kjöl 1 úr starfi. Bíllinn lenti utan vegar í Grafningi í hálku og miklar skemmdir urðu á undirvagni og vél. Til allrar hamingu slasaðist enginn en bíllinn hefur verið afskrifaður. Þessa dagana er unnið að því að ganga frá kaupum á Ford 350 bíl sem mun taka við hlutverki Kjölur 1. Framundan er nokkurra mánaða ferli með breytingum og rafmagnsvinnu en vonast til að sveitin verði að fullu útkallshæf með sumrinu. Til þess að brúa bilið hefur verið keyptur notaður sjúkrabíll sem mun létta undir í útköllum og… ‹ Lesa Meira

Flugeldasölu hætt

Björgunarsveitin Kjölur hefur tók þá ákvörðun í fyrra að hætta flugeldasölu og treysta á aðrar fjáraflanir til þess að halda úti starfinu. Útköll á árinu eru orðin 90 talsins, aðallega vegna leita, slysa, bráðaveikinda og veðurs og mörg þeirra alvarleg. Á bak við hvert útkall eru margar vinnustundir í þjálfun félaga eða viðhaldi tækja og búnaðar. Auk þess sinnir sveitin ýmsum forvarnarverkefnum, fundum og fjáröflunum með fámennum en virkum hópi. Allt starfið byggir á tíma sjálfboðaliðans og velvilja fjölskyldu og vinnuveitanda. Þeir sem hafa áhuga á að styrkja sveitina beint, er bent á reikning 0315-26-26332 og kennitala 690390-1089. ‹ Lesa Meira

Ljósaganga í Esju

  Árleg ljósaganga á vegum Ljóssins fór fram í gær í Esjuhlíðum, þrátt fyrir norðangarra og hálku. Talsverður fjöldi göngumanna hélt í fjallið með storminn í fangið og myndaði á niðurleið fallegan ljósafoss með höfuðljósum. Að venju voru björgunarsveitarmenn frá Kili og Sigurvon göngumönnum til halds og traust á leiðinni. Vert er að minna á mikilvægi þess að kynna sér veðurspár, vera vel klæddur og nota öryggisbúnað við útivist á þessum árstíma. Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess. ‹ Lesa Meira

.. Þetta helst ..

  Ýmislegt hefur verið á döfinni hjá björgunarsveitinni undanfarið, þótt rólegt hafi verið í útköllum, fjögur í nóvember. Hér  fyrir neðan er stiklað á stóru hvað helst hefur borið við í starfi Kjalar, fjáröflun, fræðsla og uppfærsla á búnaði. Bjsv Kjölur seldi slöngubátinn í sumar og fest kaup á tveim sæþotum í staðinn. Þessa dagana er verið er að útbúa þær og gera útkallshæfar. Þá fengu nemendur í 8.-10. bekk Klébergsskóla á Kjalarnesi fræðslu um endurlífgun. Farið var yfir ýmsa þætti eins og hvernig má kanna meðvitund, beitungu hjartahnoðs, (sjá mynd) blástur fyrir ungabörn og meðferð hjartastuðtækis. Fyrirhugað er að… ‹ Lesa Meira

Vettvangsvakt í Skaftafelli

  Dagana 1.-12. ágúst sl. kom Kjölur að vettvangsvakt björgunarsveita í Skaftafelli. Tveir menn ásamt farartæki fóru á vegum sveitarinnar og stóðu vaktina ásamt góðum félögum víðs vegar af landinu. Vettvangsvaktin snýst, líkt og hálendisvaktin um forvarnir, stytta viðbragðstímann og styðja við björgunarsveitir á svæðinu. Verkefni voru nokkur og af ýmsu tagi en einnig gafst tækifæri til þess að njóta útivistar og náttúru í Öræfum. Á myndinni má sjá félaga frá Hjálparsveit skáta í Aðaldal, björgunarsveitinni Dagrenningu Hólmavík, slysavarnadeildinni Unu í Garði og Kili. ‹ Lesa Meira