Hálendisvakt að Fjallabaki
Nýr Kjölur 1 var með í för þegar sveitin stóð hálendisvaktina að Fjallabaki, vikuna 11.-18. ágúst. Eins og við var að búast, stóð bíllinn sig vel og mörg tækifæri gáfust til þess að þjálfa akstur við krefjandi aðstæður. Vaktin var einnig nýtt til þess að æfa og fara yfir búnað, kynna sér svæðið og rækta félagslega þáttinn. Alls voru sex Kjalarmenn og einn félagi björgunarsveitarinnar á Eyrarbakka á vaktinni og sinntu þeim verkefnum sem upp komu: veikindi, fastir bílar, slys, bílaaðstoð og upplýsingagjöf. Veður var svalt og hvasst flesta daga, miklir þurrkar á hálendinu og moldar-/sandfok sem gerði tjaldbúum, göngu- og… ‹ Lesa Meira