Vegalokunarskilti við Grundarhverfi

Skilti sem auðveldar vegfarendum að komast í skjól á sem öruggastan hátt, var nýverið tekið í gagnið við Klébergsskóla á Kjalarnesinu. Skiltið er sett upp af Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins, í samvinnu við Rauða krossinn og Kjöl, staðsett við Grundarhverfi og er m.a. virkjað þegar vesturlandsvegur lokast. Í skólanum er hægt að fá húsaskjól, næringu og frekari aðstoð eftir þörfum og sjá sjálfboðaliðar Rauða Krossins sem jafnframt eru starfsmenn skólans um mönnun.
Mikilvægt er að virða vegalokanir, en allur akstur er bannaður á leiðum meðan lokanir standa yfir.
Á myndinni má sjá skiltið við Klébergsskóla.