Kjölur stendur hálendisvakt á Sprengisandi

Nokkrir harðsnúnir galvaskir félagar í Kili lögðu í hann sunnudaginn 15. júlí til að standa sína plikt á hálendisvakt björgunarsveitanna á Sprengisandi.  Eftir að hafa hlaðið nauðsynlegustu tækjum og tólum, nesti, nýjum skóm og fatnaði, um borð í fararskjótann Kjöl 1, sett fjórhjól á kerru og gert við kerrudekk, spáð og spökulerað, var allt klárt og lagt í hann laust fyrir hádegi frá Þórnýjarbúð á Kjalarnesi, til viku dvalar í Nýjadal á Sprengisandi. ‹ Lesa Meira

Slöngubáturinn farinn á ný mið

Kjölur slöngubátur, sem þjónað hefur okkur dyggilega í 12 ár, hefur verið seldur og heldur nú á ný mið við Breiðafjörð. Í stað bátsins er áætlað að sinna leit og björgun á sjó og vötnum með tveimur jet skíðum. Skíðin eru í pöntun og reiknað með að þau verði útkallsklár í lok sumars. Síðasta verkefni slöngubátsins var gæsla á Hátíð Hafsins og Sjómannadaginn í Reykjavíkurhöfn 3.-4. júní síðastliðinn. ‹ Lesa Meira

Rysjótt tíð í febrúar

Það hefur verið í ýmis horn að líta hjá björgunarsveitum landsins í febrúar. Hver lægðin á fætur annarri hefur valdið usla með hvassviðri, og úrkomu af ýmsu tagi. Það sem af er febrúar eru 19 útköll komin hjá Kili, þar af 9 vegna veðurs hér á svæðinu eða í grenndinni.   Línuritsmyndin sýnir vikuyfirlit fyrir Skrauthólaveðurstöðina (af vef Veðurstofunnar). Á henni má sjá hvernig þrjár lægðir  hafa heimsótt okkur með stuttu millibili og mestu vindhviður skotist yfir 50 metra á sekúndu, ( 180 km/ klst ) miðjulægðin  er í fárviðrisstyrkleika. Vegalokanir eru tíðar og sýnist fólki sitt hvað um þær. Veður er mismunandi kringum… ‹ Lesa Meira