Flugeldasölu hætt

Björgunarsveitin Kjölur hefur tók þá ákvörðun í fyrra að hætta flugeldasölu og treysta á aðrar fjáraflanir til þess að halda úti starfinu.
Útköll á árinu eru orðin 90 talsins, aðallega vegna leita, slysa, bráðaveikinda og veðurs og mörg þeirra alvarleg.
Á bak við hvert útkall eru margar vinnustundir í þjálfun félaga eða viðhaldi tækja og búnaðar. Auk þess sinnir sveitin ýmsum forvarnarverkefnum, fundum og fjáröflunum með fámennum en virkum hópi. Allt starfið byggir á tíma sjálfboðaliðans og velvilja fjölskyldu og vinnuveitanda.
Þeir sem hafa áhuga á að styrkja sveitina beint, er bent á reikning 0315-26-26332 og kennitala 690390-1089.