Kjölur 1 úr leik

Í febrúarmánuði urðum við fyrir því óhappi að missa stóra jeppan okkar, Kjöl 1 úr starfi. Bíllinn lenti utan vegar í Grafningi í hálku og miklar skemmdir urðu á undirvagni og vél. Til allrar hamingu slasaðist enginn en bíllinn hefur verið afskrifaður.
Þessa dagana er unnið að því að ganga frá kaupum á Ford 350 bíl sem mun taka við hlutverki Kjölur 1. Framundan er nokkurra mánaða ferli með breytingum og rafmagnsvinnu en vonast til að sveitin verði að fullu útkallshæf með sumrinu. Til þess að brúa bilið hefur verið keyptur notaður sjúkrabíll sem mun létta undir í útköllum og styðja við Kjöl 2.