Ljósaganga í Esju

 

Árleg ljósaganga á vegum Ljóssins fór fram í gær í Esjuhlíðum, þrátt fyrir norðangarra og hálku.

Talsverður fjöldi göngumanna hélt í fjallið með storminn í fangið og myndaði á niðurleið fallegan ljósafoss með höfuðljósum.

Að venju voru björgunarsveitarmenn frá Kili og Sigurvon göngumönnum til halds og traust á leiðinni.

Vert er að minna á mikilvægi þess að kynna sér veðurspár, vera vel klæddur og nota öryggisbúnað við útivist á þessum árstíma.

Ljósið er endurhæfingar- og stuðningsmiðstöð fyrir fólk sem hefur fengið krabbamein og aðstandendur þess.