.. Þetta helst ..

 

Ýmislegt hefur verið á döfinni hjá björgunarsveitinni undanfarið, þótt rólegt hafi verið í útköllum, fjögur í nóvember.

Hér  fyrir neðan er stiklað á stóru hvað helst hefur borið við í starfi Kjalar, fjáröflun, fræðsla og uppfærsla á búnaði.

Bjsv Kjölur seldi slöngubátinn í sumar og fest kaup á tveim sæþotum í staðinn. Þessa dagana er verið er að útbúa þær og gera útkallshæfar.

Þá fengu nemendur í 8.-10. bekk Klébergsskóla á Kjalarnesi fræðslu um endurlífgun. Farið var yfir ýmsa þætti eins og hvernig má kanna meðvitund, beitungu hjartahnoðs, (sjá mynd) blástur fyrir ungabörn og meðferð hjartastuðtækis. Fyrirhugað er að vera með fræðslu eða upprifjun af þessu tagi fyrir unglingastig skólans á hverju ári.

Einnig tók Kjölur þátt í Alþjóðlegum minningardegi um fórnarlömb umferðarslysa við Landspítalann, 18. nóv. Þyrla landhelgisgæslunnar og viðbragðsaðilar stilltu sér upp í minningarathöfn við þyrlupall bráðamóttöku Landspítalans í Fossvogi í Reykjavík þar sem minnst var fórnarlamba umferðarslysa.

Sala Neyðarkallsins gekk vel. Þakkar Kjölur  öllum þeim kræega fyrir, sem styrktu okkur með kaupum á neyðarkallinum, stórum sem smáum. Sala á neyðarkallinum er orðin stærsta fjáröflun sveitarinnar, þar sem við erum hætt flugeldasölu.

Árleg sala NEYÐARKALLs Björgunarsveitanna  fór fram   dagana 1. til 3. nóvember. Í ár var neyðarkallinn tileinkaður 90 ára afmæli Slysavarnafélagsins Landsbjargar og þeim sem á undan okkur komu.