Kjölur stendur hálendisvakt á Sprengisandi

Nokkrir harðsnúnir galvaskir félagar í Kili lögðu í hann sunnudaginn 15. júlí til að standa sína plikt á hálendisvakt björgunarsveitanna á Sprengisandi.  Eftir að hafa hlaðið nauðsynlegustu tækjum og tólum, nesti, nýjum skóm og fatnaði, um borð í fararskjótann Kjöl 1, sett fjórhjól á kerru og gert við kerrudekk, spáð og spökulerað, var allt klárt og lagt í hann laust fyrir hádegi frá Þórnýjarbúð á Kjalarnesi, til viku dvalar í Nýjadal á Sprengisandi.