Slöngubáturinn farinn á ný mið

Kjölur slöngubátur, sem þjónað hefur okkur dyggilega í 12 ár, hefur verið seldur og heldur nú á ný mið við Breiðafjörð. Í stað bátsins er áætlað að sinna leit og björgun á sjó og vötnum með tveimur jet skíðum. Skíðin eru í pöntun og reiknað með að þau verði útkallsklár í lok sumars. Síðasta verkefni slöngubátsins var gæsla á Hátíð Hafsins og Sjómannadaginn í Reykjavíkurhöfn 3.-4. júní síðastliðinn.