Nú árið er liðið ..

Árið hefur verið hefðbundið – útköll nokkuð fyrirferðamikil en einnig gefist nauðsynlegur tími fyrir vinnukvöld, æfingar, fundi, hálendisvaktir og fjáraflanir. Um helmingur útkalla er vegna slysa og veikinda samkvæmt samstarfs samningi við Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins um vettvangsliða. Önnur útköll eru helst; leitir, óveður og ófærð en eldgos og jarðskjálftar ná einnig inn á listann í ár.