Af hálendisvakt og hvað fleira er títt ..

Í sumar hefur Kjölur komið að tveimur hálendisvöktum á Sprengisandi og einni viðbragðsvakt í Skaftafelli, auk nokkurra gosvakta við Litla Hrút. Allar vaktir sveitarinnar hafa verið lausar við alvarleg atvik, þótt einhverjir ferðalangar hafi þurft aðstoðar við.

Veður var alveg ásættanlegt til útiveru, þótt næturhiti hafi oft verið nálægt frostmarki á hálendinu, fyrir vikið almennt lítið í jökulám. Ferðamenn setja lágt hitastig, vindkælingu eða smá sandfok yfirleitt ekki fyrir sig og njóta líkt og aðrir flest það sem íslensk náttúra býður upp á.

Að venju sáu góðir aðilar til þess að vaktirnar hefðu nóg að bíta og brenna. Myllan, Matfugl, Mjólkursamsalan, Stjörnugrís, Innnes, Esja og OJK-Ísam – bestu þakkir!