Neyðarkall – fyrsta hjálp

Hin árlega styrktarsala á Neyðarkalli gekk vel og í ár var hún tileinkuð fyrstuhjálp. Kallinn skartar svokölluðu bakbretti eða skröpum sem oft eru notuð, þegar þarf að flytja slasaða eða ná úr þröngum aðstæðum.

Styrkupphæðin að þessu sinni var kr 3000 og fyrir hann fékkst Kall með lyklakippuhring. Fyrirtæki gátu fengið stærri útgáfu hans. Allur ágóði rennur til styrktar starfinu.

Að venju var Kjölur með sölumenn við Bónus Hraunbæ og Holtagarða og gengið var í hús í Grundarhverfi.

Þökkum góðar undirtektir !!